Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 17

Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 17
Islendingur Nóbelsverðlaunaskáld. Unga ísland vill ekki láta hjá líða, að vekja athygli ungra lesenda í þeim Islend- ingi, sem nú nýverið hefur varpað mestum frægðarljóma á land okkar og þjóð. Hann er nú liðlega eldri en Unga ísland sjálft, en hefur á þeirri hálfri öld, sem síðast er liðin, háð mikla hetjubaráttu fyrir því hugðarefni, er tók hug hans ungan. Hann hefur af frábærri viljafestu sigrast á þeim erfiðleikum, er íslenzkum sveitadreng hljóta að mæta, áður en hann getur hlotið heimsfrægð. En nú hefur hann gert að veruleika gamla ævintýrið um Karlsson í Garðshorni, er að lokum vann kóngsdótt- urina og kóngsríkið um leið. Þessi íslendingur er skáldið Halldór Kiljan Laxness. Hann þáði nú fyrir skömmu úr hendi Gústafs 6. Svíakonungs æðstu verðlaun, sem í heimi eru veitt fyrir afrek í bók- menntum, bókmenntaverðlaun Nóbels. Þessi heimsfrægð varpar að sjálfsögðu einnig ljóma á íslenzka þjóð og endurvekur minningar um forna bókmenntafrægð hennar, en hún má um leið vera ungu fólki hvatning og barátta hans fyrirmynd. En gefið nú vel gaum að því, sem hann sagði, er hann tók við þessum verðlaunum. Þar kann hann þakkir fleirum en þeim, er verð- launin veittu. Hér fer á eftir útdráttur úr þakkarræðu hans: ......Ég hugsaði einmitt til þeirra und- ursamlegu manna og kvenna þjóðdjúpsins, sem veittu mér fóstur. Ég hugsaði til föður míns og móður minnar, og ég hugsaði sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu, sem var búin að kenna mér ótal vísur úr forn- öld áður en ég lærði að lesa. Ég hugsaði og hugsa enn á þessari stundu til þeirra heil- ræða sem hún innrætti mér barni: að gera öngri skepnu mein, að lifa svo að jafnan skipuðu öndvegi í huga mér þeir menn, sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér, að gleyma aldrei, að þeir, sem hafa verið beitt- ir órétti eða farið góðra hluta á mis, þeir sem hafa verið settir hjá í tilverunni, ein- mitt þeir væru mennimir, sem ættu skilið alúð, ást og virðingu fólksins unfram aðra menn hér á íslandi.........“ UNGA ÍSLAND 15

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.