Unga Ísland - 01.11.1955, Side 19

Unga Ísland - 01.11.1955, Side 19
veigraði sér við að borða eins og hana lysti, við sameiginlegt borðhald í skólan- um. Fyrir þetta lagði hún svo af og varð svo veikluleg, að læknar ráðlögðu föður hennar að flytja hana heim. Stundaði hún síðan nám sitt heima, enda naut hún þar tilsagnar Dorothyar systur sinnar, sem nú var orðin kennslukona. Af leiðsögn hennar tók hún brátt að lesa bæk- ur, sem voru langt um fram aldur hennar. En hin systkinin lögðu sig einnig fram um að hjálpa þessari litlu systur sinni og leið- beina henni. Faðir hennar, sem var höfuðs- maður í hernum, kenndi henni mannkyns- sögu og landafræði. Davíð bróðir hennar hjálpaði henni til þess að stæla og þjálfa líkama sinn. Á meðan hún var enn lítil stúlka, hafði hann kennt henni að sitja hest og hún varð brátt órög við að fara á bak hvaða hesti sem var. Brátt keppti hún við bróður sinn í veð- reiðum, og kapphlaupum, kleif tré og lék knattleiki. Frú Barton unni og dóttur sinni hugást- um, enda var það henni mest yndi að hafa Clöru litlu einhvers staðar nálægt sér. Hún lagði og alúð við það, að kenna dóttur sinni matreiðslu og sauma. Hvoru tveggja kom henni í góðar þarfir seinna á ævinni. Davíð bróðir hennar slasaðist eitt sinn svo illa, er hann féll niður af þaki á hlöðu, sem verið var að byggja, að hann lá rúm- fastur í tvö ár samfleytt. Allan þann tíma vildi hann ekki þiggja hjúkrun annarra en hennar yngstu systur sinnar. Skömmu eftir að Davíð var kominn á legg aftur,. tók einn af vinnumönnum föður Clöru bólusótt. Hún hjúkraði manninum, unz hann lézt af sótt- inni; en þá hafði hún sjálf tekið veikina. Jafn skjótt og hún var risin af sóttarsæng sinni, tók hún til óspilltra málanna við að hjúkra því fólki, er sýktist af veikinni þar í heimaþorpi hennar. Er hér var komið, hafði hún sigrazt á feimni sinni og upp- burðarleysi. Tók hún þá til við skólanámið, þar sem frá var horfið og varð að lokum kennari og naut vinsælda og hylli í því starfi. Þar kom þó, að Clara varð þreytt á kennslunni. Fékk hún nú störf á vegum hins opinbera í aðsetursborg stjómarvald- anna, Washington. Um það leyti stóð yfir hið svo nefnda þrælastríð milli Suður- og Norðurfylkja Bandaríkjanna. í þeim harm- leik fann hún sitt eiginlega ævistarf. „Hermaður get ég ekki orðið, en ég get hjálpað hermönnunum, og nú kemur mér það í góðar þarfir, að hafa fengið að kynn- ast hjúkrun," varð henni að orði. Kom því brátt á daginn, að hún var ekki lengur uppburðarlítil eða rög við við- fangsefnin og umheiminn, heldur óvenju hugrökk. Hún lét sér það ekki nægja, að starfa við herspítalana, en kaus að fylgja hermönnunum út í hættur vígvallanna og fékk leyfi til þess og viðeigandi leiðarbréf. í fremstu víglínum hafði hún hjúkrunar- Framhald á bls. 45. UNGA ÍSLAND 17

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.