Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 20
Tunglskinseyjan
Hér hefst m.jöff skemmtileg: frumhaldssagra. Söguhetjurnar eru tveir drengir, Billi ogr
Jói. Annar er hvítur, en hinn er svartur. Þrátt fyrir þennan litarmun, þola þeir súrt og-
sætt saman í bezta bróðerni, svo sem öllum jarðarbörnum ber að g-era.
Þeir eru á skipi, — það ferst. Þeir finna annað skip, — það er mannlaust.
— Ja, var það nú alveg mannlaust?
Þeir lenda í ótrúiegmn ævintýrum á sjó og á landi — á „Tunglskinseyjunni". —
Það er sannarlega ómaksins vert, að ganga á land á þeirri dularfullu eyju, og vera með
þeim í öllum hættum og ævintýrum. — Þar skeður nú hitt og þetta.
Verið því með þeim strákunum frá byrjun, honum Billa og honuni Jóa.
SKIPIÐ FERST.
„Æ, hvíti drengur, gefðu mér mat!“
hvíslaði rödd rétt við eyrað á léttadrengn-
um, er hann var á leiðinni niður í skips-
lestina, til þess að sækja matvæli fyrir mat-
sveininn.
Bill Norton leit snögg við og kom þá
auga á negradreng, sem virtist vera á aldur
við hann sjálfan. Hann var greinilega að-
framkominn af hungri og dauðskelfdur, og
hvíslaði því að Billa, að hann hefði laumast
um borð, — hann var laumufarþegi.
„Bíddu hérna svolitla stund,“ hvíslaði
Billi og safnaði í skyndi saman varningi
þeim, er hann átti að sækja. „Ég kem aftur
eins fljótt og ég get, — feldu þig á meðan!“
Síðan flýtti hann sér á fund matsveinsins,
sem að venju hreytti í hann ónotum. Billi
lét það lítt á sig fá, en beið færis, unz hann
fékk næði til að laumast niður til negra-
stráksins.
„Hvað heitir þú,“ spurði Billi. „Og hvern-
ig tókst þér að komast um borð?“
„Ég heiti Jói,“ svaraði negrastrákurinn,
og hámaði í sig þykka brauðsneið, sem Billi
hafði laumað í vasa sinn ásamt nokkrum
kjötleifum. „Ég átti heima í stóru borginni,
sem skipið sigldi frá síðast, — en mig lang-
aði svo mikið heim til míns eigin lands.“
Billa var það ekki fyllilega Ijóst hvaða
land það væri, en Jói lýsti því harla ógreini-
lega, að þar væri mikið sólskyn, birta, ylur
og pálmatré — auk óþrjótandi matar Og
nú hefði hann laumast um borð í skipið
„Máfinn“, sem hann heyrði að ætti að sigla
til Suðurhafa, til pálmalandanna.
Hann hafði í nokkra daga satt hungur
sitt á dálitlu nesti, sem hann hafði haft
meðferðis, auk vatnsflösku til þess að svala
þorstanum. En nú var hvorutveggja þrotið.
í raunum sínum vogaði hann sér'að ávarpa
Billa, er hann sá, að hann var á svipuðum
aldri og hann sjálfur.
Hann hafði stundum komið auga á ein-
hverja af skipshöfninni og stóð mikill
stuggur af þeim, enda dró Billi ekki úr
18
UNGA ÍSLAND