Unga Ísland - 01.11.1955, Page 29
Við
eldhúsborðið
KÖKU-
BAKSTUR
I.
Matvandur maður, en orðheppinn, sagði
einu sinni, að öllu matarkyns mætti skipta
í tvo flokka. í 2. flokki væri sá matur, sem
maður fengi leiða á um leið og maður sæi
hann; en í 1. flokki allt það matarkyns,
sem litið er hýru auga og gleddi hugann.
Og sennilega eru allir á einu máli um,
að kökur,,— ég tala nú ekki um, ef þær
eru heimabakaðar, — séu í 1. flokki.
Kökubakstur er án efa skemmtilegasta
viðfangsefnið í eldhúsinu. (Og þess vegna
byrjum við á honum!)
En nokkra æfingu þarf til, svo að árang-
ur verði góður — og ýmsum reglum verð-
ur samvizkusamlega að fylgja, ef vel á að
fara.
Allt þarf að vega og mæla nákvæmlega,
samkvæmt uppskriftinni, og venjulega er
efnunum blandað saman í þeirri röð, sem
upp er gefið.
Það hefur mikið að segja, að allt sem á
að hræra eða hnoða, sé vel gert.
Kökur með lyftidufti á að láta í ofninn
strax og þær eru komnar í mót eða á
plötu, því sagt er, að lyftiduftið tapi eigin-
leikum sínum, ef 15 mínútur líða áður en
kakan kemst í ofninn.
Þegar bakað er á plötu, þarf hún að
vera köld, þegar deigið er látið á hana, og
það þarf að smyrja hana vel með feiti
áður, (oft gert með pappírnum utanaf
smjörlíkinu.) Sama er að segja um mótin.
Að endingu er tvennt, sem ekki má
gleymast:
að ofninn sé hæfilega heitur; —
að taka kökuna úr ofninum!
Og hér kemur svo fyrsta köku-uppskrift
Unga íslands fyrir stóru telpurnar:
Súkkulaðikaka.
100 grömm strásykur
50 gr. smjörlíki
3 matsk. mjólk
1 egg
20 gr. kakó
225 gr. hveiti
2 sk. lyftiduft.
Sykur og smjörlíki hrært saman. Mjólk
bætt í einni skeið í einu.
Eggjarauða og hvíta hrærðar saman í
bolla og síðan blandað saman við sykur og
smjörlíki ásamt kakóinu, sem er sáldrað
yfir um leið.
Lyftidufti og hveiti blandað saman — og
síðan öll efnin hrærð saman. Þegar deigið
er orðið of stíft til að hræra það, er það
hnoðað á borði og flatt út % sm. þykkt.
Mótað í kringlóttar kökur með glasi og
bakaðar í heitum ofni 12—15 mín. Þá eru
þær teknar af plötunni með blaðbreiðum
hníf og smurðar með sykurbráð, meðan
þær eru heitar.
Sykurbráð á súkkulaðikökurnar.
4 matskeiðum af flórsykri er hrært sam-
an við eina eggjahvítu (t. d. í stórum bolla).
Smurt á kökumar með borðhníf. (Bleyt-
ið hnífinn áður í vatni).
„Við bregðum okkur svo á ný í
eldhúsið í næsta hefti U. í.“ —
segir
Tóta frænka.
UNGA ÍSLAND
27