Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 29

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 29
Við eldhúsborðið KÖKU- BAKSTUR I. Matvandur maður, en orðheppinn, sagði einu sinni, að öllu matarkyns mætti skipta í tvo flokka. í 2. flokki væri sá matur, sem maður fengi leiða á um leið og maður sæi hann; en í 1. flokki allt það matarkyns, sem litið er hýru auga og gleddi hugann. Og sennilega eru allir á einu máli um, að kökur,,— ég tala nú ekki um, ef þær eru heimabakaðar, — séu í 1. flokki. Kökubakstur er án efa skemmtilegasta viðfangsefnið í eldhúsinu. (Og þess vegna byrjum við á honum!) En nokkra æfingu þarf til, svo að árang- ur verði góður — og ýmsum reglum verð- ur samvizkusamlega að fylgja, ef vel á að fara. Allt þarf að vega og mæla nákvæmlega, samkvæmt uppskriftinni, og venjulega er efnunum blandað saman í þeirri röð, sem upp er gefið. Það hefur mikið að segja, að allt sem á að hræra eða hnoða, sé vel gert. Kökur með lyftidufti á að láta í ofninn strax og þær eru komnar í mót eða á plötu, því sagt er, að lyftiduftið tapi eigin- leikum sínum, ef 15 mínútur líða áður en kakan kemst í ofninn. Þegar bakað er á plötu, þarf hún að vera köld, þegar deigið er látið á hana, og það þarf að smyrja hana vel með feiti áður, (oft gert með pappírnum utanaf smjörlíkinu.) Sama er að segja um mótin. Að endingu er tvennt, sem ekki má gleymast: að ofninn sé hæfilega heitur; — að taka kökuna úr ofninum! Og hér kemur svo fyrsta köku-uppskrift Unga íslands fyrir stóru telpurnar: Súkkulaðikaka. 100 grömm strásykur 50 gr. smjörlíki 3 matsk. mjólk 1 egg 20 gr. kakó 225 gr. hveiti 2 sk. lyftiduft. Sykur og smjörlíki hrært saman. Mjólk bætt í einni skeið í einu. Eggjarauða og hvíta hrærðar saman í bolla og síðan blandað saman við sykur og smjörlíki ásamt kakóinu, sem er sáldrað yfir um leið. Lyftidufti og hveiti blandað saman — og síðan öll efnin hrærð saman. Þegar deigið er orðið of stíft til að hræra það, er það hnoðað á borði og flatt út % sm. þykkt. Mótað í kringlóttar kökur með glasi og bakaðar í heitum ofni 12—15 mín. Þá eru þær teknar af plötunni með blaðbreiðum hníf og smurðar með sykurbráð, meðan þær eru heitar. Sykurbráð á súkkulaðikökurnar. 4 matskeiðum af flórsykri er hrært sam- an við eina eggjahvítu (t. d. í stórum bolla). Smurt á kökumar með borðhníf. (Bleyt- ið hnífinn áður í vatni). „Við bregðum okkur svo á ný í eldhúsið í næsta hefti U. í.“ — segir Tóta frænka. UNGA ÍSLAND 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.