Unga Ísland - 01.11.1955, Page 33

Unga Ísland - 01.11.1955, Page 33
Svona gekk það langa lengi, unz dag einn, er ljónið hafði af sömu tryggð flutt asnann í hagann, að það sótti svo mjög svefn, að það fékk ekki við ráðið og sofn- aði. Á meðan það hvíldi í værum blundi, vildi svo til, að kaupmenn nokkrir fóru þar hjá með úlfalda sína, á leið til Egyptalands til þess að kaupa olíu. Er þeir sáu asnann á beit og engan gæzlumann nálægan, urðu þeir snögglega gripnir illri ágyrnd, gripu asnann og höfðu á brott með sér. Þegar ljónið vaknaði að lokum af værum blundi og hugðist fara heim með asnann, varð því heldur hverft við, er það gat hvergi fundið hann í haganum. f öngum sínum æddi ljónið nú öskrandi um holt og hæðir þann dag allan, í leit að skjólstæðingi sín- um. En öll sú leit kom fyrir ekki. Að lokum, er öll von virtist úti um það, að asninn fyndist, sneri ljónið heim að klausturdyr- um og staðnæmdist þar sneypulegt á svip. Þrúgað af sekt sinni, þorði það nú ekki að ganga inn í klausturgarðinn, eins og það hafði annars gert í fylgd asnans. Blessaður Hírónýmus sá það hýrast þarna utangarðs, sneypulegt og asnalaust, löngu eftir venju- legan háttatíma og bræðumir sáu það þar einnig. Það fyrsta, sem þeim flaug í hug, var það, að hungur hefði freistað þess til að éta asnann. Þeir voru því ekki alveg á því að gefa því sinn venjulega skammt, en sögðu af þjósti: „Snáfa þú bara í burtu og kláraðu það, sem eftir kann að vera af asnanum og fylltu með því þína gráðugu vömb.“ Allt að einu voru þeir ekki alveg handvissir um það, í huga sínum, að ljónið hefði framið þennan fólskulega glæp. Þess vegna fóru þeir, einn góðan veður- dag, út í hagann, þangað, sem ljónið var áður vant að gæta asnans. Þeir leituðu þar lengi lengi að einhverjum leifum af asnan- um, en fundu engar. Þeir skunduðu því heim og sögðu heilögum Hírónýmusi. Hann hlýddi á mál þeirra, en mælti síðan: „Ég bið ykkur, bræður mínir,“ mælti hann, „að gæta þess, að álasa ekki ljóninu og hrjá það ekki með gremju ykkar út af missi asnans. Verið við það eins og þið áður vor- uð, og gefið því æti sitt, eins og áður. Látið það koma í asnans stað. Gerið því aktygi, svo að það geti dregið heim greinar, sem falla af trjánum í skóginum.“ Þeir gerðu síðan eins og hann sagði fyrir. Upp frá þessu vann ljónið sín reglulegu skyldustörf, þau, sem asninn hafði áður unn- ið, en óðum leið að þeim tíma, að kaupmenn færu aftur hjá garði á leið sinni heim. Dag nokkurn, að loknu starfi, varð ljóninu reik- að út í hagann, að því er ég bezt gæti trúað, af einhverri æðri ávísan, enda þótt skyn- laus skepna væri. Það hljóp þama fram og aftur um lautir og hóla í leit að þeim ummerkjum, er varpa mættu ein- hverju ljósi á hvarf félaga þess. Að lokum, er það var orðið göngumótt mjög, lagðist Framhald á bls. 32. „I»að er grat á buxun- -,Ég: limi bót á þa»r!“ „Sittu þarna, meðan „Æ, hvað er þetta??!“ um þinum Óli!“ hún festist við.“ UNGA ISLAND 31

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.