Unga Ísland - 01.11.1955, Page 42

Unga Ísland - 01.11.1955, Page 42
Kóngurinn og snjótitlingarnir (Ævintýri.) Það var einn jóladagsmorgun endur fyrir löngu, að Svíakonungur ók heim frá kirkju í sleða sínum, sá hann þá snjótitlinga fljúga í stórum breiðum fram og aftur uppi yfir sér. Þeir tístu og flögruðu fram og til baka eins og þeir vissu ekki hvert þeir ættu að fara. Kóngurinn spurði ökumann sin, hví titl- ingarnir létu svona. Ökumaðurinn var land- búnaðarmaður og sagði kóngi, að snjór tæki alla snöp af 1 skóginum og á ökrum, svo að titlingarnir gætu ekki haldizt þar við, og fyrir það þyrpfust þeir inn til bæja og borga til að leita sér. matar. Kóngurinn hlýddi á sögu ökumanns síns með athygli og bað hann því næst að aka heim til hallar hið bráðasta hann gæti. Þegar þeir komu heim, gerði konungur orð eftir yfirbryta sínum og sagði honum að láta taka stærsta kornhneppið úr kornforðabúri sínu, binda það á háa stöng og reisa hana upp fyrir framan höllina, svo að titlingarnir gætu átt gott á jólunum og þyrftu ekki að svelta. Boði konungs var hlýtt, og titlingarnir nutu veizlunnar endilangan daginn. Hátíðafólkið, sem fór svo hundrum skipti fram hjá höllinni, nam staðar og horfði á þessa óvenjulegu sýn. Sagan af tiltæki kon- ungs fór mann frá manni og um dagseturs- skeið var hún komin út um alla borgina, og jafnvel út um næstu sveitir umhverfis hana. — Enn í dag er það svo í mörgum héruðum í Skandinavíu, að bændur búi til stórt korn- hneppi, þegar uppskerunni er safnað, og kalla það jólahneppið og hafa það til að tolla í tízkunni við þann sið, sem í sjálfu sér er fagur, og sem konungur þeirra tók upp endur fyrir löngu. Á jóladagsmorgnana, þegar fólkið heldur til sóknarkirkju sinnar, ungir og gamlir, ríkir og fátækir, þá blasir hvarvetna við stærðar kornhneppi og utan um þau flöga titlingarnir og tísta og hjúfra sig. Og sú sjón minnir gamla fólkið á þá tíð, þegar það var að vaxa upp og foreldrar þess að segja því munnmælasögur af kónginum og snjótitlingunum og hve gaman því þótti aftur að því, þegar það var upp komið að segja börnum sínum munnmælin og hvernig þau urðu til. Merking nokkurra mannanafna. Ásta: sú sem elskar eða er elskuð. Borghildur: valkyrja, sem verndar. Droplaug: sú sem lætur árdögg drjúpa. Gróa: gróðrardís. Guðrún: sú sem talar við (ákallar) Guð. Halla: sú sem fer með gimstein. Halldóra: sterk kona með gimstein. Kristín: sú sem heyrir Kristi til. Sigríður: fríð mær, sem sigrar. Soffía: speki. Unnur: sæborin kona. Þóra: sterk kona. Ásgeir: hraustur hermaður. Barði: skeggjaður maður. Benedikt: blessaður. Bergur: sá sem bjargar. Egill: sá sem vekur ótta. Friðrik: sá sem ríkir í friði. Veiztu þetta ? Nöfnin á þrem elztu heimsálfunum eru talin mjög gömul. Sennilegt er talið, að Evrópuþjóðimar hafi lært nöfnin af Fön- ikum. Asía þýðir land sólarupkomunnar. Afríka þýðir land geislanna. Þar var sólin í hádegisstað. Evrópa þýðir sólarlag. Þar gekk sólin undir hjá Fönikum. Ameríka heitir eftir manni, sem Ameriqo hét. Ástralía þýðir landið í suðri. „Terra in- cognita australis“ eða hið óþekkta land suðursins. 40 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.