Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 42

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 42
Kóngurinn og snjótitlingarnir (Ævintýri.) Það var einn jóladagsmorgun endur fyrir löngu, að Svíakonungur ók heim frá kirkju í sleða sínum, sá hann þá snjótitlinga fljúga í stórum breiðum fram og aftur uppi yfir sér. Þeir tístu og flögruðu fram og til baka eins og þeir vissu ekki hvert þeir ættu að fara. Kóngurinn spurði ökumann sin, hví titl- ingarnir létu svona. Ökumaðurinn var land- búnaðarmaður og sagði kóngi, að snjór tæki alla snöp af 1 skóginum og á ökrum, svo að titlingarnir gætu ekki haldizt þar við, og fyrir það þyrpfust þeir inn til bæja og borga til að leita sér. matar. Kóngurinn hlýddi á sögu ökumanns síns með athygli og bað hann því næst að aka heim til hallar hið bráðasta hann gæti. Þegar þeir komu heim, gerði konungur orð eftir yfirbryta sínum og sagði honum að láta taka stærsta kornhneppið úr kornforðabúri sínu, binda það á háa stöng og reisa hana upp fyrir framan höllina, svo að titlingarnir gætu átt gott á jólunum og þyrftu ekki að svelta. Boði konungs var hlýtt, og titlingarnir nutu veizlunnar endilangan daginn. Hátíðafólkið, sem fór svo hundrum skipti fram hjá höllinni, nam staðar og horfði á þessa óvenjulegu sýn. Sagan af tiltæki kon- ungs fór mann frá manni og um dagseturs- skeið var hún komin út um alla borgina, og jafnvel út um næstu sveitir umhverfis hana. — Enn í dag er það svo í mörgum héruðum í Skandinavíu, að bændur búi til stórt korn- hneppi, þegar uppskerunni er safnað, og kalla það jólahneppið og hafa það til að tolla í tízkunni við þann sið, sem í sjálfu sér er fagur, og sem konungur þeirra tók upp endur fyrir löngu. Á jóladagsmorgnana, þegar fólkið heldur til sóknarkirkju sinnar, ungir og gamlir, ríkir og fátækir, þá blasir hvarvetna við stærðar kornhneppi og utan um þau flöga titlingarnir og tísta og hjúfra sig. Og sú sjón minnir gamla fólkið á þá tíð, þegar það var að vaxa upp og foreldrar þess að segja því munnmælasögur af kónginum og snjótitlingunum og hve gaman því þótti aftur að því, þegar það var upp komið að segja börnum sínum munnmælin og hvernig þau urðu til. Merking nokkurra mannanafna. Ásta: sú sem elskar eða er elskuð. Borghildur: valkyrja, sem verndar. Droplaug: sú sem lætur árdögg drjúpa. Gróa: gróðrardís. Guðrún: sú sem talar við (ákallar) Guð. Halla: sú sem fer með gimstein. Halldóra: sterk kona með gimstein. Kristín: sú sem heyrir Kristi til. Sigríður: fríð mær, sem sigrar. Soffía: speki. Unnur: sæborin kona. Þóra: sterk kona. Ásgeir: hraustur hermaður. Barði: skeggjaður maður. Benedikt: blessaður. Bergur: sá sem bjargar. Egill: sá sem vekur ótta. Friðrik: sá sem ríkir í friði. Veiztu þetta ? Nöfnin á þrem elztu heimsálfunum eru talin mjög gömul. Sennilegt er talið, að Evrópuþjóðimar hafi lært nöfnin af Fön- ikum. Asía þýðir land sólarupkomunnar. Afríka þýðir land geislanna. Þar var sólin í hádegisstað. Evrópa þýðir sólarlag. Þar gekk sólin undir hjá Fönikum. Ameríka heitir eftir manni, sem Ameriqo hét. Ástralía þýðir landið í suðri. „Terra in- cognita australis“ eða hið óþekkta land suðursins. 40 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.