Unga Ísland - 01.11.1955, Page 43
Brúðuhús
I leikjum sínum reyna bömin að líkja
eftir störfum fullorðna fólksins. AUt verð-
ur að vera sem eðlilegast, en það, sem á
vantar, skapar ímyndunaraflið.
Brúðuhús í einhverri mynd er í rauninni
ómissandi, þegar telpumar leika sér að
brúðunum sínum. Þar með er ekki sagt, að
það þurfi að vera margbrotið eða dýrt, en
það þarf samt helzt að vera hægt að leggja
það saman að leik loknum, ef húsrýmið er
lítið.
Brúðuhúsið, sem hér er sýnt og búið er
til úr pappa, hefur einmitt þessa kosti.
Hliðamar B em tengdar við gluggahlið-
ina A með snúrum eða bendlum, sem dregn-
ir eru í gegnum göt á hliðunum. Götin ættu
ekki að vera gerð nær jöðrunum én 1 sm.
(sjá punktana).
Þakið (Þ) er tengt við framhUðina á
sama hátt. Á það þarf að gera 4 göt, tvö
hvorum megin (sjá 4. m. Þ).
Herðið ekki snúruna fast að pappanum,
svo að auðvelt sé að „reisa“ húsið og leggja
það saman.
Málið húsið að utan og innan, eða skreyt-
ið það með veggfóðri, en þá er nauðsynlegt
að veggfóðra bæði að utan og innan, —
svo að það verpist ekki, — og híifa irndir
fargi meðan það þomar.
Fjórða mynd sýnir húsið, þegar það er
reist, en á 5. mynd sést, hvemig það er lagt
saman.
UNGA ÍSLAND
41