Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 3
Œtmarit
IÞj©@irsgKffiiasf©lsi^g Isleimdiiimgsi
XIV. ÁRGANGUR.
Tilgangur félagsins er:
1. Að stuðla að því af fremsta megni aö íslendingar megi
verða sem beztir borgarar í hériendu þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vest-
urheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu meðal íslendinga austan
hafs og vestan.
Þetta er sá félagsskapur meðal Íslendinga í Vesturheimi, er
aðallega byggir á þjóðernislegum grundvelli, og hvetja vill þá til
framsóknar og virðingar til jafns við þá þjóðflokka aðra er þetta
Iand byggja.
Hver einasti íslendingur í þessu landi ætti að vera í félaginu.
Ársgjald fyrir fullorðna er $1.00, unglinga frá 10 til 18 ára, 2'5
cent, börn innan 10 ára aldurs, 10 cent. Hver skilvís félagsmaður,
er greiðir $1.00 tillag, fær tímarit félagsins ókeypis.
Markmið félagsins er, að vinna að framförum og samheldni
meðal íslendinga hér í álfu, og að hjálpa til þess, að unglingum
gefist kostur á að læra íslenzku, eftir því sem ástæður foreldr-
anna kunna að leyfa.
Aðrar upplýsingar um félagið veitir “Félagsstjórnin”, og má
skrifa til hennar. inngangseyrir og ársgjöld sendist “Fjármála-
ritara”, en áskriftargjald að Tímaritinu “Skjalaverði”.
Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi.
Winnipeg, Manitoba
Greiðið úr vandanum með eftirmatinn, skamtið
PALM ísrjóma
Búinn til úr nýjum úrvalsrjóma og beztu aldinum
Fæst í sérstökum gerðum sem búðingur, Pie, Logs o. s. frv., er hagar fyrir
hvaða tækifæri sem er.
Pantið hann hjá næsta Palm isrjómasala eða símið beint á verkstæðið.
PALM DAIRIES LIMITED
Logan og Brighton Símar: 25 838-25-839
‘‘RJÓMINN ALLRA RJÓMA”