Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 47
GUÐMUNDUR KAMBAN
27
þessa sjónarmiðs, og að því leyti
verður hann við það að una, að
menn leggi þann mælikvarða á
verk hans. Hins vegar sé það sagt
honum til afsökunar, að jafnvel
beztu sagnariturum getur skjátl-
ast í einstökum atriðum, já, meira
að segja í grundvallaratriðum, og
er þá naumast ástæða til að áfell-
ast skáldsögu-höfund fyrir smá-
syndir í þessum efnum. Takist hon-
um að telja lesandanum nokkurn-
veginn trú um að svona geti sagan
hafa gengið, verða menn víst að
virða honum villur til vorkunnar,
þótt sagnfræðingar kunni að finna
þær.
Ven'a en smáskjekkur frá sögu-
legu sjónarmiði eru gallar þeir, sem
á vilja verða skáldsögunni sökum
þess að höfundur lætur hið gefna
söguefni binda sig um of. Þetta
getur komið fram í smáatriðum,
eins og þegar einhver fer að rifja
upp liðinn atburð og árfærir hann
krókalaust, í stað þess að beita
hinu eina tímatali, sem alþýðan
notar: “það var árið sem eg var
þar og þar, eða þetta og þetta
gerðist”. Stundum skjóta bréfin,
heimildir Kambans, upp höfðinu,
þar sem sízt skyldi, eins og t. d. í
sennu þeirra biskups og Helgu frá
Bræðratungu. Og hefði ekki Kópa-
vogsþingið að ósekju mátt verða
á brott úr skáldsögunni? Nokkuð
öðru máli hefði verið að gegna,
ef Kamban hefði skapað verulega
hreiða aldarlýsing á strangsöguleg-
Um grundvelli, en það hefir hann
ekki gert.
Loks er að minnast á formið og
stílinn. Kamban hefir gert ákveðna
tilraun til að gefa sögunni blæ ald-
arinnar með því að nota hinn lærða
stíl hennar. Gerir hann allmikið að
því, einkum í seinni bókinni. Að
sjálfsögðu á stíll þessi fyrst og
fremst heima í bréfum — sem upp
eru tekin óbreytt — samtali manna
eða hugsanaferli. Er enginn efi á
því að þetta stílbragð á rétt á sér,
en um meðferð þess geta orðið
skiftar skoðanir. Hygg eg því verði
ekki neitað með rökum, að höf-
undur hefir verið fálmandi í með-
ferð þess, og það svo að heildar-
svip bókarinnar er spilt. Einkum
er þetta ljóst ef menn hera bókina
saman við Höddu-Pöddu eða Det
Sovende Hus, þar sem höfundur-
inn hefir fult vald á forminu. Eigi
að síður er þessi tilraun merkileg.
Hún sýnir að Kamban, eins og
Laxness, er þreyttur á stíl samtíð-
arinnar, púristastílnum, sem hann
varar við áður en hann leggur út
á rithöfundarbrautina.
Þess má að lokum geta, að vel
má vera að hin danska útgáfa Skál-
holts, sé að mun gallaminni en hin
íslenzka. Að minsta kosti er óhætt
að fullyrða að danskir lesendur
gætu ekki séð marga þá agnúa,
sem íslendingum liggja í augum
uppi.
Að síðustu skal vakin athygli á
því, að Kamban setur alla frásögn-
ina í nútíð og núliðnatíð, og bregð-
ur þar venju sinni frá Ragnari
Finnssyni, þar sem öll frásögnin er
í þátíð eða þáliðinni tíð eins og vera
mun í flestum eða öllum íslenzk-
um skáldsögum öðrum. Þessi nútíð
er þó annars eðlis en sögunútíð
fornsaganna, sem í raun og veru
er ekki annað en fjörleg þátíð f
dulargerfi. En nútíð Kambans er að