Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 49
GUÐMUNDUR KAMBAN
29
dálítið erfitt með að klæða hugs-
anir sínar í íslenzkan búning. Vilji
hans til frumlegs orðalags á ís-
lenzku er meiri en geta hans. Hér
er honum þó afarmikil vorkunn
sökunr þess að hann ritar á Dönsku
jafnframt.
Aðdáunarverður er hinn seigi,
sterki starfsvilji hans, sem eigi að-
eins hefir brotið allar hömlur, er
á vegi hans hafa orðiö, heldur virð-
ist ekki hafa verið í rónni fyr en
hann hefir skapað sér nýjar. Mak-
ráðari maður mundi hafa stað-
næmst við form það, er hann kunni
til viðlíka hlítar og Kamban kann
leikritagerð. En Kamban reynir eigi
ýmsar tegundir leikritagerðar, held-
ur einnig ýmsar tegundir skáld-
sagnagerðar, kvikmyndagerð og
leiklist og skapar að minsta kosti
sæmileg ef ekki ágæt verk á öllum
þessum sviðum.
Kamban hefir víst ekki ávalt átt
auðvelda úrkosti. En einhversstað-
ar hefir hann þýtt stöku Björn-
sons:
Vær glad naar faren vejer
hver ævne sam du ejer o.s.frv.
Og manni skilst að í þessum orðum
annars manns sá falin sönn lýsing
á viðhorfi hans sjálfs til lífsbarátt-
unnar. Enda verður ekki annað sagt
en honum hafi orðið gott til fjár
og frama í styrjöld þeirri. Og vel
mætti ísland við una, ef það ætti'
fleiri sonu er reyndust því líkt og:
Kamban hefir gert.
KátlÉínmállo
Eftir Richard Beck.
Nú hneigir dagur höfði að brjósti nætur,
og hvílist vært í mjúkum rökkur-örmum,
sem barn við móðurbarm, er gleymir hönnura,
og blítt í sælu drauma vaggast lætur.
Hver rós í dalnum gleðitárum grætur,
og glitra bros á smæsta strái foldar,
er hjúfrar sig að hlýju skauti moldar.
Og hverjum er ei aftan-friður sætur?
Hlíðanna laufskrúð hrærir enginn blær.
Hátt yfir jörðu kyrrar stjörnur vaka.
Þokunnar silki sveipar fjallsins brá.
Úti við strendur sefur dökkur sær;
Svanir í fjarska hvítum vængjum blaka,
hraðandi för á fjallavötnin blá.