Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 50
Tvö Rvssöi
Eftir Jakobínu Johnson.
I. ILLA-GIL.
Ekki er mér um Illa-gil, og ógresið þar.
Hætt var eg komin :,:--------Hrímgrá þokan var.
í hólnum fyrir handan huldukona bjó.
:,: Fræði fögur kunni :,: — Forvitni mig dró.
Lagði eg á gilið, þó liðið væri’ á kvöld.
:,: Komst o’ní kjarrið :,: — Koldimm luktust tjöld.
Fann eg kalda fingur fálma mér um háls.
:,: Kápunni týndi :,:. — Komst þó burtu frjáls.
Ekki er mér um Illa-gil, þó alt virðist hljótt.
— :,: Setið er um mig :,:, Þá syrta fer af nótt!
II. ÚR GOÐ-SÖGN.
í æsku stóð mér ógnan
Af Óðins fornu dýrð,
Sem eftir gleymnar aldir
Að engu virtist rýrð.
— Eg fann að sí-gild sögnin
Mér síðar mundi skýrð.
í æsltu sá eg atburð,
En ei hin djúpu rök.
Mér árdags-elda kyntu
Hin ytri Grettis-tök,
— En heita’ á heiðin goðin
Eg hugði dauða-sök!
Hann sá það sigur-vænast
Að sækja Mími heim.
En dýrkeyptur var drykkur
Hjá djúpvitringi þeim.
— Því ei skal vizkan verðlögð
Gegn veraldlegum seim.
Og Óðinn gaf við augað
Að öðlast vitsins mátt.
— Svo tiginborin tilþrif
Þau teljast ei við srnátt,
En skipa gengi gullsins
í goð-sögninni hátt.
Er víðsýnt viöhorf þroskast,
Það verndar tigin goð.
Og Óðinn velur vísdóm,
Sem valdsins máttar-stoð.
— Því hver sem ræður ríkjum,
Skal rækja háleit boð.
Mig furðar sízt þó fórnin
Sé fræg og heyrum kunn.
— Fyrst gamalt goð svo metur
Hinn guðdómlega brunn,
Má oss ei dreyma djörfung
Að drekka þar að grunn?