Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 51
Eftir J. Magnús Bjarnason. Mig langar til að segja nokkur orð um mann, sem eg kyntist of- urlítið, þegar eg var drengur aust- ur við haf. Hann hét Abraham Burt og er nú löngu dáinn. Allir þeir ís- lendingar, er unnu í gullnámunni í Tangier í Nýja Skotlandi á árunum frá 1875 til 1882, þektu hann að öllu góðu, og þeim var vel til hans. Hann var einkennilegur maður og nokkuð undarlegur í háttum, en liversdagsgæfur og grandvar, og að jafnaði fremur þegjandalegur og þungbúinn á svip. Hann var stór vexti, en heldur óliðlegur á velli að sjá, með jarpt skegg mikið og sítt, og stálgrá augu, sem gátu orðið nokkuð dökk og hörð með köflum. Afarmenni að burðum hefir hann vafalaust verið, en hann var frámunalega stirður í snúningum og seinfara. Hann var sagður að vera írskur, og sagður að vera ó- kvæntur, og hann var kominn hátt á fimtugs aldur, þegar eg kyntist honum, en það var sumarið 1880. Þá bjó hann einn sér í litlum bjálka- kofa hátt uppi í hlíðinni fyrir norð- an Tangier-þorpið, og var n'æsti nágranni íslenzku námupiltanna, Því að hús (eða shanty) þeirra stóð þar skamt fyrir austan. Abraham vann hjá námueiganda nokkrum, Daniel Hoss að nafni, sem alment var nefndur Dan Hoss. Hann var líka sérlega kynlegur niaður, lítill vexti, svartskeggjaður, vinnuharður, stórorður, hátalaður, og hálfgert fól, þegar því var að skifta, en var þó í aðra röndina allra bezti karl og svo brjóstgóður, að hann mátti ekkert aumt sjá. Hjá honum unnu nokkrir íslend- ingar og þeim var hann góður og velviljaður og sagði að þeir væru “manna mestir fyrir mold ofan”, eða eitthvað í þá átt. “írar og ís- lendingar! Það er rnínir menn!” sagði Daniel Hoss og talaði svo liátt, að það bergmálaði um öll námugöngin. Og íslenzku námupilt- arnir kölluðu hann Þjalar-Jón, þeg- ar þeir töluðu um hann sín á milli, af hverju sem það kom. — Við Abraham var hann æfinlega alúð- legur, nefndi hann “föður” sinn í öðru hverju orði, leitaði jafnan ráða til hans, þegar vanda bar að höndum í námunni, og talaði þá við hann í lágum, þýðum og næst- um klökkum róm. Þó Abraham væri bæði seinn og stirður, þá vann hann sitt verk með mikilli vandvirkni og trú- mensku og lagði á flest “gerva hönd”. Hann var allra manna fyrst- ur í námuna að morgni, og var síð- astur til að fara þaðan á kvöldin. Hans leið lá beint frá bjálkakof- anum í hlíðinni til námunnar og frá námunni til kofans. Á leiðinni heim kom hann stundum við í einni sölubúðinni, til þess að kaupa mat- væli og aðrar nauðsynjar. En ann- arsstaðar kom hann ekki, eða mjög sjaldan, nema brýn nauðsyn krefði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.