Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 57
ABRAHAM BURT 37 þú lézt líf þitt. — Og hvað ætlarðu þá til bragðs að taka?” “Eg veit það hreint ekki,” sagði eg. “Þú veizt, sem sagt, að annar- hvor ykkar verður að láta lífið — ekki báðir, heldur aðeins annar. Og þú spyrð sjálfan þig að því, alt I einu, hvort líf þitt sé nú í raun og veru dýrmætara en hans líf. Fyrir sjálfan þig er það áreiðanlega. í annara augum getur það naumast verið. Þú ert einhleypur maður, engum bundinn, átt engin nákomin skyldmenni, og fáa vini. En fjand- Maður þinn er í góðri stöðu, er frændríkur, á foreldra á lífi, er kvæntur, og á tvö ung börn. Það hggur í augum uppi, að hans líf er þúsundfalt dýrmætara en þitt. — í'á kemur sú spurning í huga þinn, hvort þér beri nokkur skylda til að leggja þitt líf í sölurnar fyrir hans dýrmæta líf. Og svarið er þetta: að þú ert þessum manni um ekk- ert skyldugur; þú átt honum ekk- ert gott upp að inna — heldur þvert á móti. Foreldrar hans og systkini, frændur hans og vinir hafa aldrei sýnt þér annað en kala og fyrirlitningu. En konan hans — Ung og fríð og gáfuð — hvað um hana, á hún það ekki skilið, að þú látir lífið fyrir manninn, sem hún elskar? Ef til vill á hún það skilið. (Svo hugsar þú nú). En samt veiztu það, að á milli þín og henn- ar er mikið djúp staðfest; og hugur þinn snýr klökkur frá því regin- újúpi. Þá eru börn þessa manns — tvö börn ung og smá. Áttu nokk- uð sökótt við þau — sakleysingj- ana? Það er annað mál. Þau niissa mest, ef faðir þeirra deyr, á meðan þau eru enn svona ung. Viltu nokkuð gera fyrir þau? Eru þau þess verð, að þú látir líf þitt fyrir þau? Þú hugsar nú gaum- gæfilega. Hjarta þitt hrærist, og það renna á þig tvær grímur. — Ertu vakandi eða hvað?” “Eg er allur eftirtekt,” sagði eg. “En nú kemur annað: þú veizt, að það er heilög skylda manns, að spyrna á móti dauðanum í lengstu lög. Er þá ekki varhugavert, að fórna lífi sínu fyrir aðra? — Þú hugsar nú um annað líf. Þú trúir því, að þú verðir að koma fyrir dómstól þess, sem gaf þér lífið. Hann er strangur dómari, en jafn- framt réttlátur. Hvernig mun hann líta á það mál, ef þú varpar þér ofan fyrir bjargið, til þess að svar- inn fjandmaður þinn geti haldið lífi? Þú hugsar um það — og það renna aftur á þig tvær grímur. — Þú horfir til fjandmanns þíns. Þér sýnist hann skjálfa. Dauðans ang- ist er að grípa hann. Ef þú hefir ráðið það við þig, að gefa honum tækifæri til að komast lífs af úr þessum háska, þá máttu ekki leng- ur draga það, að fleygja þér ofan fyrir björgin. Eða ertu enn á báð- um áttum?” “Eg læt þig ráða,” sagði eg. “Vel og gott! Þú hikar nú ekki lengur. — Þú horfir sem snöggvast á hamarinn fyrir ofan þig; þú horfir á loftið, út á sjóinn, og niður á brimrótið við rætur bjargsins: þú horfir á alt í kringum þig — alt, nema fjandmann þinn. Þú lætur aftur augun, felur anda þinn í hendur þess, sem gaf hann, sleppir því næst taki á klettasnösinni, og fleygir þér síðan í dauðans ofboði ofan fyrir hengiflugið. Og hin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.