Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 57
ABRAHAM BURT
37
þú lézt líf þitt. — Og hvað ætlarðu
þá til bragðs að taka?”
“Eg veit það hreint ekki,” sagði eg.
“Þú veizt, sem sagt, að annar-
hvor ykkar verður að láta lífið —
ekki báðir, heldur aðeins annar.
Og þú spyrð sjálfan þig að því, alt
I einu, hvort líf þitt sé nú í raun og
veru dýrmætara en hans líf. Fyrir
sjálfan þig er það áreiðanlega. í
annara augum getur það naumast
verið. Þú ert einhleypur maður,
engum bundinn, átt engin nákomin
skyldmenni, og fáa vini. En fjand-
Maður þinn er í góðri stöðu, er
frændríkur, á foreldra á lífi, er
kvæntur, og á tvö ung börn. Það
hggur í augum uppi, að hans líf er
þúsundfalt dýrmætara en þitt. —
í'á kemur sú spurning í huga þinn,
hvort þér beri nokkur skylda til að
leggja þitt líf í sölurnar fyrir hans
dýrmæta líf. Og svarið er þetta:
að þú ert þessum manni um ekk-
ert skyldugur; þú átt honum ekk-
ert gott upp að inna — heldur
þvert á móti. Foreldrar hans og
systkini, frændur hans og vinir hafa
aldrei sýnt þér annað en kala og
fyrirlitningu. En konan hans —
Ung og fríð og gáfuð — hvað um
hana, á hún það ekki skilið, að þú
látir lífið fyrir manninn, sem hún
elskar? Ef til vill á hún það skilið.
(Svo hugsar þú nú). En samt
veiztu það, að á milli þín og henn-
ar er mikið djúp staðfest; og hugur
þinn snýr klökkur frá því regin-
újúpi. Þá eru börn þessa manns —
tvö börn ung og smá. Áttu nokk-
uð sökótt við þau — sakleysingj-
ana? Það er annað mál. Þau
niissa mest, ef faðir þeirra deyr, á
meðan þau eru enn svona ung.
Viltu nokkuð gera fyrir þau? Eru
þau þess verð, að þú látir líf þitt
fyrir þau? Þú hugsar nú gaum-
gæfilega. Hjarta þitt hrærist, og
það renna á þig tvær grímur. —
Ertu vakandi eða hvað?”
“Eg er allur eftirtekt,” sagði eg.
“En nú kemur annað: þú veizt,
að það er heilög skylda manns, að
spyrna á móti dauðanum í lengstu
lög. Er þá ekki varhugavert, að
fórna lífi sínu fyrir aðra? — Þú
hugsar nú um annað líf. Þú trúir
því, að þú verðir að koma fyrir
dómstól þess, sem gaf þér lífið.
Hann er strangur dómari, en jafn-
framt réttlátur. Hvernig mun hann
líta á það mál, ef þú varpar þér
ofan fyrir bjargið, til þess að svar-
inn fjandmaður þinn geti haldið
lífi? Þú hugsar um það — og það
renna aftur á þig tvær grímur. —
Þú horfir til fjandmanns þíns. Þér
sýnist hann skjálfa. Dauðans ang-
ist er að grípa hann. Ef þú hefir
ráðið það við þig, að gefa honum
tækifæri til að komast lífs af úr
þessum háska, þá máttu ekki leng-
ur draga það, að fleygja þér ofan
fyrir björgin. Eða ertu enn á báð-
um áttum?”
“Eg læt þig ráða,” sagði eg.
“Vel og gott! Þú hikar nú ekki
lengur. — Þú horfir sem snöggvast
á hamarinn fyrir ofan þig; þú horfir
á loftið, út á sjóinn, og niður á
brimrótið við rætur bjargsins: þú
horfir á alt í kringum þig — alt,
nema fjandmann þinn. Þú lætur
aftur augun, felur anda þinn í
hendur þess, sem gaf hann, sleppir
því næst taki á klettasnösinni, og
fleygir þér síðan í dauðans ofboði
ofan fyrir hengiflugið. Og hin