Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 59
iUeBitun.ip Inieppífris,
Eftir pról’. Halldór Hermansson
Ritstjóri þessa tímarits liefir far-
ið fram á það við mig, að eg skrif-
aði eitthvað um Leif Eiríksson í til-
6fni af líkneski því, sem Ameríku-
menn gáfu íslandi í sambandi við
þúsund ára afmæli Alþingis. Eg
hefi áður skrifað í þetta tímarit
Um Vínlandsferðirnar og hefi litlu
þar við að bæta. Það er því bezt
að rekja hér í stuttu máli sögu
Leifs hér í Ameríku — ekki hvern-
ig hann fann landið, heldur hvern-
ig menn hafa litið á frásagnirnar
um hann sem fyrsta uppgötvara
Ameríku, og hvaða sæmd minn-
ingu hans hefir verið sýnd vegna
þess.
Frásögnin um fund Vínlands
varð mönnum fyrst kunn á síð-
ari öldum eftir riti Þormóðs Torfa-
sonar, sem kom út í byrjun 18. ald-
ar. En þar sem það var skrifað
á latínu, gátu lærðir menn ein-
ungis notið þess; auk þess var sú
frásögn tekin úr Flateyjarhók, sem
telur Bjarna Herjólfsson hafa fyrst-
an fundið meginland Ameríku. Það
kemur ekki skriður á málið fyr en
Carl Chr. Rafn gaf út hina miklu
bók “Antiquitates Americanæ”, ár-
ið 1837. Tilgangur Rafns var ekki
hara sá að segja söguna; hann
vildi líka sannfæra menn um, að
hún væri sönn. Hann sá um að
hókin fengi mikla útbreiðslu hæði
hér vestra og annarsstaðar, og
^uargar voru þær greinar, sem birt-
ar voru þá í amerískum tímaritum
um málið. Og hann sannfærði
marga; það má líklega segja , að
hann hafi sannfært allan almenn-
ing um sannindi sögunnar, og hef-
ir það eiginlega haldist síðan í
hugum manna. Reyndar fundu
ýmsir mentaðir menn til þess að
Rafn vildi sanna ofmikið, og það
vakti nokkurn efa um málið í heild
sinni. Því var það að George Ban-
croft getur þessa bara lítils vegar í
Bandaríkjasögu sinni, sem kom út
um og eftir 1850. í raun og veru ef-
ast hann ekki um að norrænir menn
hafi fundið meginland Ameríku,
því að það hefði legið svo nærri úr
því að þeir höfðu sezt að á Græn-
landi; en hann segir, að ekkert sé
hægt að staðhæfa um það, hvar
þeir hafi komið að landi. Upp frá
þessu er samt fundarins jafnan get-
ið að meira eða minna leyti í sögu-
bókum og jafnvel í kenslubókum,
svo að það hefir komist inn í með-
vitund þjóðarinnar, að Leifur hafi
fyrstur hvítra mann fundið land-
ið. Það þýðir ekki hér að nefna
einstök sagnarit þessu til stað-
festu; það væri að þylja nöfniu
tóm: en þess má geta að sagna-
ritarar hafa verið mismunandi trú-
aðir á einstök atriði frásagnanna
um fundinn, og eru enn.
Svo kom sá tími, að menn af
norrænu kyni fóru að flytjast til
Ameríku í stórhópum. Og einkum
gætir þar Norðmanna. Þegar svo
var komið vaknaði smám saman