Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 61
LEIFUR HEPPNI
41
sýningar árið 1893. Þetta þótti
mörgum Leifsmönnum hart lög-
mál, og vildu gera eitthvað til þess
að Leifi yrði ekki gleymt við það
tækifæri. Og til þess varð líka
Norðmaður austan um haf. Það
var Magnus Andersen, sem sigldi
víkingaskipinu “Viking” vestur um
haf. Það var smíðað í Noregi eftir
Grokstad skipinu. Lenti hann og
félagar hans í New London, Con-
necticut, 13. júní 1893 eftir 44 daga
siglingu, og þótti það vel gert og
víkingslega. Síðan sigldi hann skip-
inu gegnum St. Lawrencefljótið og
yfir vötnin og kom loksins til Chi-
cago 12. júlí. Það segja þeir, sem
þar voru, að við það tækifæri hafi
Leifur borið Columbus ofurliði á
sýningunni. Auðvitað hafði verið
gerð nákvæm eftirmynd af þrem-
■ur skipum Columbusar; voru þau
ðregin vestur um haf af gufu-
skipi, og var sagt að koma þeirra
á sýninguna hefði vakið heldur
iitla eftirtekt. Öðru máli var að
gegna með “Viking”. Hér komu
þraustir, veðurbitnir norskir sjó-
íftenn, sem siglt höfðu á víkinga
^isu yfir Atlantshafið, barist við
sjó og veður, og loks komist með
heilu og höldnu að takmarkinu.
Var skipið síðan á sýningunni, en
að henni lokinni gáfu Norðmenn
það Ameríkumönnum. Hefir það
verið síðan í Chicago, en lengi var
^kki vel um það hirt, og tók það
mjög að hrörna. Loks tóku norsk-
ameríkönsk félög sig til og söfn-
«ðu fé til viðgerðar á því. Var það
alt bætt og skinnað upp, og stend-
nú í góðu standi í Lincoln Park
í Chicago til minningar um Leif
°g norska sjómensku.
En norðmenn hér vestra hafa
ekki látlð þar við lenda. Meðal
þeirra er félagsskapur, sem heitir
“The Leif Ericson Memorial As-
sociation of America”, og hefir
hann barist fyrir því að hugmynd
Rasmus Andersons um “Leifs Ei-
ríkssonar-dag” yrði komið í fram-
kvæmd, og sá dagur lögleiddur sem
frídagur, eins og Columbus-dagur
(12. okt.) er í mörgum ríkjum.
Þetta hefir þó ekki tekist ennþá
nema í Wisconsinríki. Það mun
hafa nýlega verið gert að lögum
þar, að 9. október skyldi viður-
kendur sem “Leif Ericson Day”
(sbr. New York Times, 13. okt.
1932).
Það er ljóst af þessu stutta yfir-
liti, hvað mikið Norðmenn hafa
gert til að halda minningu Leifs á
lopti. Og þá er síðast en ekki
sízt að telja, að það er einmitt
þeim að þakka, að Ameríkumenn
sýndu íslandi þann sæmdar- og við-
urkenningarvott að gefa þeim lík-
neskjuna af Leifi. Það var norski
Ameríkumaðurinn Mr. Olger B.
Burtness, kongressmaður frá North
Dakota, sem lagði frumvarp fyrir
kongressinn um þetta og gekst fyr-
ir því, að það yrði samþykt.
Við íslendingar þykjumst einatt
mikið af Leifi og fornhetjum okk-
ar, en hvað höfum við gert til þess
að halda minningu þeirra á lopti?
Það heyrast stundum kvartanir
frá löndum okkar um það, að Norð-
menn vilji taka Leif frá okkur og
eigna sér hann, og þykir þeim það
ilt og óréttlátt. En Norðmenn gætu
spurt okkur: “Meðan við höfum
verið að vinna að því að halda uppi
minningu Leifs, hvar hafið þið ís-