Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 66
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLBNDINGA
ISLAND
(Flutt á 50 ára hátíð Argylebygðar, 6. júlí 1931.)
Heilög fjöll úr hafi rísa!
Hingað beitt var knör. —*
Landsins góðu vættir vísa
Vestanmönnum för.
Stígur fold úr rekkju Ránar,
Röðull gyllir fjöll.
Pyrir dala drögum blánar
Dýrri ofin mjöll.
Inn í drauma æsku minnar
Ófust stærri lönd. —
Nú, í sigri sæmdar þinnar,
Sé eg Drottins hönd.
Margur þótt sé mögur gleyminn
Muntu flestum kær.
Yfir lög og láð — um heiminn,
Landhelgi þín nær.
Ýms þótt fólklönd auðmögn geymi,
ísland, fremri þér,
Ekkert land í öllum heimi
Ægishjálm þinn ber.
Heilög jörð og heilög saga,
Hneigið landi og þjóð!
Aldrei gleymist alla daga
Andans Hekluglóð!
Ljúfar stöðvar æskuára
Augun fangin sjá.
Gróðrarlindir gleðitára
Gljúpa lauga brá.
* Vlsumar hafa stöðugt Islandsför-
ina fyrir augum.
Lambagrös í grænum mosa
Gullin voru mín.
Hjala lækir, hrjóstrin brosa,
Hýr er sveitin þín.
Pífill, sóley, fjólubrekka,
Prændlið — við mér hló,
Kyrði margra ára ekka
Unz minn harmur dó.
Glóa blóm um grund og hjalla,
Glitvef ættjörð ber.
Sveitaró og fegurð fjalla *
Fremra gulli er.
Ytra ríður öldin gandi,
Eltir gull og prjál.
Við þín háfjöll hreinni andi
Hjartna túlkar mál.
Mitt í hofdýrð hárra sala
Hugarþrá ei dvín:
Paðmi þinna fögru dala
Pela börnin mín.
Við þitt foma fjalla hjarta
Fann eg lífsins yl.
Síðast á þeim sólvang bjarta
Sofna helst eg vil.
Ef að spor mín aftur lægju
Undraland til þín:
Hyl þá fölvri fannablæju
Póstra, beinin mín.
* * *
Vestmenn, hátt á hörpu Braga
Hefjið kærleiksóð!
Heilög jörð og heilög saga,
Hneigið landi og þjóð!