Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 67
KVÆÐAFLOKKUR
47
EIGIÐ ERFI
Er einn á nökkva út eg legg
Á ómælt dauðans haf,
Eg vil að enginn óttist hregg
I»ví á hér stundum gaf.
Og J>ó eg aldrei sækti sjó
Er sæmdi íslending,
Af vosbúð fékk eg nærri nóg,
Og nöprum útsynning.
Og engum manni angur sé
Er eg ríð Gjallarbrú.
Þá láti enginn lof í té
Sem lastið tæmir nú.
Að baki Dauða berst eg ei
Sem berskjalda hér stóð
Til Nástranda er nær mitt fley
Mig “náðar” íslenzk þjóð.
Er leifar holds frá dulardröfn
Fær dánarreiturinn:
Þar skráið aðeins eigin nöfn
Og — íslendingurinn.
Þó bein mín hvíli fjær þér Frón,
Mér finst að einmitt þar,
Þá einhver segi í undirtón:
Hann fslendingur var.
* * *
í hérvist lítt eg lofstír vann,
En látinn þarf ei hólberann. —
Þá vil eg alt sé hugrótt, hljótt,
Sem hvísli móðir — Góða Nótt.
ÚR DAGBÓK KLERKS
I. Þegar prestkonan varð
kirkjuþingsmaður
Prestinum kær var hinn kyrláti
svanni,
Og kveneðlið taldi hann göfugt.
Að gera svo konuna’ að kirkjuþing-
manni
Pað kraftaverk fanst ’onum —
öfugt.
II. Bókmenta gróðurinn.
Pjalla eyjan fríð þó geymi
Pjölgresið í andans heimi.
Hér er tíðast hregg og rosi,
Hleinakræða og gamburmosi.
III. Fórnin
Hann hét ’enni að fórna sjálfum sér
1 sókn lífs, er mest á ríður.
Hann brást ei því heiti, sem betur
fer:
Nú borðar hann það sem hún sýður.
IV. Boðleiðin.
Það flýgur sem hvalsaga’ ef áfatt
oss er,
Og ekkert mun guðspjall oss kærra.
Hver örvísa kerlingin boðleið það
ber, —
Því betur sem hneykslið er stærra.