Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 68
Eftir próf. Richard Beck
I.
Séra Jón Þorláksson á Bægisá
(1744_1819) var liöfuðskáld ís-
lendinga á sinni tíð. Er það sam-
hljóða álit margra hinna vitrustu
og merkustu samtíðarmanna hans,
þeirra, sem mest skil kunnu á
skáldskap og fögrum mentum. —
Benedikt Gröndal eldri, Sigurður
sýslumaður Pétursson, Magnús
Stephensen konferenzráð og Bjarni
skáld Thorarensen, að nefndir séu
nokkrir hinir fremstu, hyltu séra
Jón í fögrum ljóðum.
Benedikt kveður, með Eggert Ól-
afsson í huga:
“Síðan Eggert sálaðist,
og svifti landið heillavon,
fáir semja ljóð með list,
nema listamennið Þorláksson.’’
Sigurður sýslumaður nefnir Jón
“foringja skálda um ísafrón”.
Eins og alkunnugt er, lenti um
skeið í hinni hörðustu rimmu milli
þeirra séra Jóns og Magnúsar Ste-
phensens, út af Leirárgarða-sálma-
bókinni: en síðar greri um heilt með
þeim og fagurlega syngur Magnús
þjóðskáldið úr garði:
“Hví mun skærast hana þagnað gal,
svans ei framar söngvar fagrir
hljóma,
suða taka hásir gæsa-rómar?
íslands Milton örendur nú skal.”
Bjarni Thorarensen ávarpar séra
Jón með orðunum:
“Heill sértu, mikli
Milton íslenzkra.”
Mikið skorti samt á það, að séra
Jón og bókmentastörf hans væru
metin sem verðugt var af öllum
þorra samtíðarmanna. Skilnings-
leysi og andúð urðu hlutskifti hans
í ríkum mæli, eins og svo margra
annara mikilmenna andans. Þó féll
kveðskapur hans, ekki sízt lausa-
vísur hans, í frjóan jarðveg hjá al-
þýðu manna; hinn mikli fjöldi af
ljóðmælasöfnum eftir hann í ís-
lenzkum handritasöfnum sýnir það,
að kvæði hans hafa átt lýðhylli að
fagna. Ætla eg einnig að almenn-
ingsálitið á séra Jóni sem skáldi,
gægist fram í “skáldatalsvísum”,
sem ortar eru kringum 1819, af ó-
nafngreindum höfundi. En í upp-
hafserindinu segir svo um séra
Jón:
“bezt lians syngur andi
skálda — slyngur er öðling, —
alt. í kring í landi.”*)
Mentamenn voiTar aldar hafa
staðfest dóm merkra samtíðar-
manna séra Jóns um skáldskap
*) Kvaaði þau um séra Jón, sem hér
hefir verið vitnað í, og önnur fleiri, er
að finna í Jón Þorláksson, “Dánarminn-
ing”, Reykjavík 1919, hls. 209—215.