Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 73
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON
53
“Komanda tökum vetri vel!
beiskt og sætt
oss ætíð ætti
eins kært vera, líf og hel.”
Pramúrskarandi fagur og áhrifa-
mikill, þrunginn djúpri tilfinningu,
er “Iðrunar- og bænarsálmur” sem
skáldið nefndi “annál” sextugasta
og fyrsta æfiárs síns. Með fágætri
bragfimi og málsnild er hér brugðið
upp ógleymanlegri mynd hreldrar
og stríðandi sálar, sem leitar hafn-
ar undan brotsjóum andstreymis-
ins í föðurfaðmi Guðs. Dr. Jón Þor-
kelsson hefir tekið eftirfarandi vers
sáhns þessa upp í úrval sitt úr
ljóðum skáldsins, og hefðu fleiri
mátt fylgja:
“Loksins eg læri að játa,
lyndi með hreldu þó:
því má eg gamall gráta,
að gjálíf æskan hló.
Hæst sumar geyst geymir
gjóst-næman haust-tíma
köst ama; kost annan
í koll mér ellin dró.
Ástríki faðir friðar,
forskulduð mýktu gjöld!
Sól gengur senn til viðar,
svnir hið dimma kvöld.
Væg beinum veglúnum,
vog rauna sig lini;
dugvana á daglínu
dettur ellin köld.”
Ummæli dr. Guðmundar Finn-
bogasonar (Skírnir 1919, bls. 244
—245) um þenna snildarlega sálm,
taka djúpt í árinni, en eru þó langt
frá því að vera töluð út í bláinn:
“Varla hefir nokkur sál talað við
drottinn á dýrara bragarhætti og
þó með barnslega hreinskilnu orða-
bragði. í þeim sálmi lifir andar-
dráttur skáldsins eins og hann var
þar sem lífsloft íslenzkunnar var
tærast.”
Skáldlegt og hreimmikið er “Ný-
ársvers” séra Jóns, sem hefst með
orðunum: “Drottinn kallar aldir all-
ar, eilífðar til stóraflóðs.” — Og
ennþá syngja íslendingar sálma
skáldsins frá Bægisá. í Sálmabók-
inni frá 1886, síðustu (18.) útgáfu
hennar, 1928, eru tveir þýddir sálm-
ar hans og þrír frumsamdir, þar á
meðal “Sumarkveðjan”, eins og
verðugt er. Hún úreldist seint, því
að þar er sígilt efni klætt í sann-
skáldlegan búning.*)
í erfiljóðaskáldskap stóð séra Jón
fyllilega á sporði hinum helztu
samtíðarskáldum sínum. Engu að
síður eru þau kvæði hans æði oft
mjög ófrumleg, telja aðeins upp
dygðir hins látna, eða rekja sögu
hans, en skortir á hinn bóginn all-
an sérkennileik, ímyndunarauð-
legð og tilfinningadýpt; eiga með
öðrum orðum ekkert varanlegt
gildi. Skýringin liggur hendi nær.
Meirihluti slíkra kvæða skáldsins
voru ort fyrir bænastað vina og
vandamanna liinna látnu, en áttu
sér engar rætur í djúpi hugar og
hjarta höfundarins. Samt eiga erfi-
ljóð séra Jóns þessa kosti sameig-
inlega; þau eru lipurt kveðin, jafn-
aðarlega á hreinu máli og látlausu.
Fjan-i fer einnig, að þau séu öll
snauð að bókmentagildi. Þegar
*) Um sálmabókardeilu þeirra séra
Jóns og Hagnúsar Stephensen, sjá Ljóða-
bók skáldsins, II. bindi, bls XXXIII—
XXXIV.