Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 74
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hjarta skáldsins er í þessum kveð-
skap hans, þegar hann yrkir af
knýjandi innri þörf, sameinast í
minningarljóðum hans djúp, einlæg
tilfinning og skáldlegt hugarflug.
Miningarkvæði séra Jóns um fyr-
verandi heimilisföður sinn og góð-
vin, Bjarna landlækni Pálsson,
sæmir snildar-þýðanda “Paradísar-
missis”. Það er göfugt kvæði í anda
og stíl, hæfur bautasteinn ágætis-
manni og föðurlandsvin, ort undir
fornyi-ðislagi, sem varð svo mjúk-
ur og þýðróma bragarháttur í
liöndum skáldsins í þýðingum hans.
Skáldið lýsir kröftuglega sárri sorg
“Heilbrigðinnar” út af falli eins
hins hugrakkasta og fremsta her-
manns hennar:
I
I
“sýnist mér úr brjósti
sem blóð renni.”
Síðan situr hún
með sársauka,
litverp og lotin,
við leiði Bjarna;
og er sem voni,
að upp af honum
muni líknar-gras
loksins spretta.”
Heit tilfinning er undirstraumur
kvæðisins og það sýnir, að skáldið
hefir fyllilega kunnað að meta
Bjarna lækni og nytjastarf hans
fyrir land og þjóð.
í kvæðinu “L .... enn danski”,
minnist Jón fagurlega erlends ís-
landsvinar. er “gaf peninga til verð-
launa dugnaðarmönnum í Norður-
og Austuramtinu 1798”. í svipuð-
um anda, viðkvæm og sönn, eru
nokkur önnur erfiljóð skáldsins;
“Sorgin í Nain” (sonarminning),
kvæðið um trygðavin hans og vel-
unnara, Halldór Hjálmarsson. —
Snildarlegt að máli og þrungið að
hugsun er stefið til minningar um
séra Magnús Einarsson (“Nú græt-
ur mikinn mög”). “Túllinsminn-
ing” ber fagurt vitni valdi séra Jóns
yfir máli og kveðandi. Mun mörg-
um nútímamanni finnast sem skáld-
ið hafi verið stórum of örlátur í
þessu ljóðlofi sínu: en setji lesand-
inn sig í spor hans, verður aðstaða
skáldsins ofur skiljanleg; hann
hafði snúið á íslenzku mörgum
helztu kvæðum Tulilns og mun
hafa haft mikið dálæti á honum;
hrifningartónninn í kvæðinu leyn-
ir sér lieldur eigi.
Prýðisfallegt, jafnsatt á öllum
öldum, er þetta erindi úr minning-
arkvæði séra Jóns um Ragnheiði
dóttur Stepháns amtmanns Þórar-
inssonar, er var mikill velgerða-
maður skáldsins:
“Hverr má herma
nema himinn einn,
tölu tegundir
og tign vona,
sem lifðu’ og létust
með líki því,
sem hér sefur
und sorgar-blæju.”
Brúðkaupskvæði séra Jóns, þó
að liðug séu og stundum smellin,
bera of mikinn svip smekks og
anda sinnar tíðar og eru því úrelt
orðin. Af öðrum tækifæriskvæðum
hans verðskuldar “Þakkarávarp”
það, sem hann orti til manns þess
í Danmörku, sem gefið hafði fé til
framfaraverðlauna á íslandi, og fyr