Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 75

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 75
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON 55 —i var nefndur, sérstaka umgetningu. Þessi einstaka göfugmenska varð skáldinu efni snjallra ljóða. Hann leggur Pjallkonunni orð í munn: ‘Fátæk em eg og ei fjölskrúðug, öldruð móðir ótal harma, em eg köldum klædd klaka-stakki, af því ber eg nafn alla daga.” Játar hún, að brugðið hafi til ^eggja skauta um ræktarsemi sona hennar, en minnist jafnframt með þakklæti þeirra, sem reynst hafa henni góðir og göfuglyndir. Hinir fá þessa nöpru kveðju: “Hinna séu heiti á haf rituð og á ísfeld mjnn, þá ornar sól; þeir er tötur mín tönnum slíta, og sjúga merg minn, þótt mögur sé.” Ósvikinn kjarni er í þessum ljóð- línum; þær eru sprottnar upp af ójúpri ættjarðarást. Ósjálfrátt kem- Ur manni í hug hið máttuga þjóð- hátíðarkvæði Bólu-Hjálmars. And- íegur skyldleiki séra Jóns og hans óylst ekki, að eigi sé sterkara að orði kveðið. Miklu minni tilþrif eru í kvæð- inu “Þakkarljóð í íslands nafni til hins enska Biblíufélags”, er Hend- erson hinn enski eys svo miklu lofi í ferðabók sinni. Á hinn bóginn er vísan “Til Rasks” undir dróttkvæð- hætti, vel ort og hin snotrasta. Séra Jón orti fátt alvarlegra kvæða almenns efnis. Einna merk- ust eru ljóð þau, er hann orti til stuðnings Upplýsingarstefnunni áð- ur en í odda skarst með honum og Magnúsi Stephensen, óvægar árásir á andstæðinga hennar: “Bar- daginn við ljósið”, “Áragæla hin skamma” og “Villu vitran” (sbr. Ljóðabók II, bls. XXXIII). Eru kvæði þessi fyndin og kjarnorð. Sýna að séra Jón gat verið sið- fræðari (moralist) í meira en með- allagi, en þó stórum rneira háð- skáld, sem sjaldan geigaði ör frá marki. “Bardaginn við ljósið”, um snigilinn, sem gýtur “horn-skop- augum” til sólarinnar, lífgjafa síns og “ymur: Þín eru not ei nein!”, er snildarlýsing á sjálfbirgingsskap lítilmenskunnar, sem steinblind er á smæð sína. Skeytin, sem skáldið sendir andstæðingum sínum í þessu kvæði, eru hárbeitt og markviss, en menn verða að lesa það í heild sinni til þess að hafa þess full not. Af öðrum háðkvæðum skáldsins má nefna hin mergjuðu deilukvæði hans út af Leirárgarða-sálmabók- inni, og nægir að tilfæra þetta erindi, sem margir munu enn þá kunna: “Skáldskapur þinn er skothent klúður, skakksettum höfuðstöfum með, víðast hvar stendur vættarhnúður, valinn í fleyg, sem rífur tréð; eitt rekur sig á annars horn, eins og graðpening hendir vorn.” Þá eru “Veilræði” skáldsins eigi síður meinfyndin, en flytja jafn- framt sígild sannindi undir grím-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.