Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 75
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON
55
—i
var nefndur, sérstaka umgetningu.
Þessi einstaka göfugmenska varð
skáldinu efni snjallra ljóða. Hann
leggur Pjallkonunni orð í munn:
‘Fátæk em eg
og ei fjölskrúðug,
öldruð móðir
ótal harma,
em eg köldum klædd
klaka-stakki,
af því ber eg nafn
alla daga.”
Játar hún, að brugðið hafi til
^eggja skauta um ræktarsemi sona
hennar, en minnist jafnframt með
þakklæti þeirra, sem reynst hafa
henni góðir og göfuglyndir. Hinir
fá þessa nöpru kveðju:
“Hinna séu heiti
á haf rituð
og á ísfeld mjnn,
þá ornar sól;
þeir er tötur mín
tönnum slíta,
og sjúga merg minn,
þótt mögur sé.”
Ósvikinn kjarni er í þessum ljóð-
línum; þær eru sprottnar upp af
ójúpri ættjarðarást. Ósjálfrátt kem-
Ur manni í hug hið máttuga þjóð-
hátíðarkvæði Bólu-Hjálmars. And-
íegur skyldleiki séra Jóns og hans
óylst ekki, að eigi sé sterkara að
orði kveðið.
Miklu minni tilþrif eru í kvæð-
inu “Þakkarljóð í íslands nafni til
hins enska Biblíufélags”, er Hend-
erson hinn enski eys svo miklu lofi
í ferðabók sinni. Á hinn bóginn er
vísan “Til Rasks” undir dróttkvæð-
hætti, vel ort og hin snotrasta.
Séra Jón orti fátt alvarlegra
kvæða almenns efnis. Einna merk-
ust eru ljóð þau, er hann orti til
stuðnings Upplýsingarstefnunni áð-
ur en í odda skarst með honum
og Magnúsi Stephensen, óvægar
árásir á andstæðinga hennar: “Bar-
daginn við ljósið”, “Áragæla hin
skamma” og “Villu vitran” (sbr.
Ljóðabók II, bls. XXXIII). Eru
kvæði þessi fyndin og kjarnorð.
Sýna að séra Jón gat verið sið-
fræðari (moralist) í meira en með-
allagi, en þó stórum rneira háð-
skáld, sem sjaldan geigaði ör frá
marki. “Bardaginn við ljósið”, um
snigilinn, sem gýtur “horn-skop-
augum” til sólarinnar, lífgjafa síns
og “ymur: Þín eru not ei nein!”,
er snildarlýsing á sjálfbirgingsskap
lítilmenskunnar, sem steinblind er
á smæð sína. Skeytin, sem skáldið
sendir andstæðingum sínum í þessu
kvæði, eru hárbeitt og markviss,
en menn verða að lesa það í heild
sinni til þess að hafa þess full not.
Af öðrum háðkvæðum skáldsins
má nefna hin mergjuðu deilukvæði
hans út af Leirárgarða-sálmabók-
inni, og nægir að tilfæra þetta
erindi, sem margir munu enn þá
kunna:
“Skáldskapur þinn er skothent
klúður,
skakksettum höfuðstöfum með,
víðast hvar stendur vættarhnúður,
valinn í fleyg, sem rífur tréð;
eitt rekur sig á annars horn,
eins og graðpening hendir vorn.”
Þá eru “Veilræði” skáldsins eigi
síður meinfyndin, en flytja jafn-
framt sígild sannindi undir grím-