Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 77

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 77
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON 57 ar! Örbirgð og armæða í ýmsum myndum, hafa löngum verið skáld- unum fylgispakar, en ekki hafa allir ljóðasmiðirnir orðið eins karl- mannlega við ofsóknum þeirra meinvætta og séra Jón, Eflaust létti það honum oft byrðina, að bann leit á lífið gegn um gleraugu sjónhvassrar kímni sinnar. Hitt er jafn líklegt, að hann hafi stund- um beitt þeirri sömu kímni í ljóði til þess að hylja harm sinn og von- brigði fyrir spurulum augum fjöld- ans. Langbezt nær séra Jón sér samt að jafnaði niðri á iausavísum sín- um, og eru sumar þeirra með sönn- um meistarabrag. Gæddur ríkri kímni, sem ekki varð sjaldan að nöpru háði, var hann jafnframt framúrskarandi orðheppinn og hrað kvæður í ofanálag. Greip hann því löngum til ferskeytlunnar, hvort sem um alvöru eða glens var að i'æða, ekki sízt þegar skjótra and- svara var þörf, og sveið þá æði oft undan hárbeittu skeytinu. Klúrorð- ur var hann stundum úr hófi fram og líktist í því Pope hinum enska, sem einnig var frægur fyrir orð- fimi sína og markvissan háðkveð- skap. En margar af lausavísum séra Jóns eru svo frumlega fyndn- ar og gaenorðar, hæfðu markið svo vel. að þær flugu á skömmum tíma landsliorna á milli, og ýmsar þeirra iifa enn á vörum hinnar íslenzku þjóðar. í lausavísum skáldsins má glögt s.iá fiöllyndi hans: þar eru snortn- ir margir strengir mannleera til- fiuninga: þar er af svo miklu að faka, að maður veit varla hvar f>era skal niður. Sumstaðar er alvaran efst á baugi samfara djúpri lífsspeki: “Segið mér hvort sannara er: að sálin drepi líkamann, eða hitt, að svakk með sitt sálunni stundum fargi hann?” “Heimurinn er tvístrent tól — til þess mátti’ eg finna í gær; — hann er bæði fjandlig fól og falleg hjörtu, guði kær.” Annarstaðar eru kímni og keskni ofan á, en djúphygli undir gaman- gervinu eins og títt er um snjöll liáðskáld: “Margur fengi mettan kvið, má því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta.” (Við hjón sem ekki vildu sættast): “Þið eruð bæði fjandans fox, full með heimsku-gjálfur; hún Tóta þín er tundur-boks, en tinna’ og járn þú sjálfur.” í sumum ferskeytlunum leikur skáldið sér að dýrum háttum: “Sóttin presta burtu ber, beztu mönnum eyðir, dróttin vesta eftir er, aukast hrönnum leiðir.” “Hryssu-tjón ei hrellir oss, hress er eg þó dræpist ess, missa gerði margur hross, messað get eg vegna þess.”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.