Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 77
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON
57
ar! Örbirgð og armæða í ýmsum
myndum, hafa löngum verið skáld-
unum fylgispakar, en ekki hafa
allir ljóðasmiðirnir orðið eins karl-
mannlega við ofsóknum þeirra
meinvætta og séra Jón, Eflaust
létti það honum oft byrðina, að
bann leit á lífið gegn um gleraugu
sjónhvassrar kímni sinnar. Hitt er
jafn líklegt, að hann hafi stund-
um beitt þeirri sömu kímni í ljóði
til þess að hylja harm sinn og von-
brigði fyrir spurulum augum fjöld-
ans.
Langbezt nær séra Jón sér samt
að jafnaði niðri á iausavísum sín-
um, og eru sumar þeirra með sönn-
um meistarabrag. Gæddur ríkri
kímni, sem ekki varð sjaldan að
nöpru háði, var hann jafnframt
framúrskarandi orðheppinn og hrað
kvæður í ofanálag. Greip hann því
löngum til ferskeytlunnar, hvort
sem um alvöru eða glens var að
i'æða, ekki sízt þegar skjótra and-
svara var þörf, og sveið þá æði oft
undan hárbeittu skeytinu. Klúrorð-
ur var hann stundum úr hófi fram
og líktist í því Pope hinum enska,
sem einnig var frægur fyrir orð-
fimi sína og markvissan háðkveð-
skap. En margar af lausavísum
séra Jóns eru svo frumlega fyndn-
ar og gaenorðar, hæfðu markið svo
vel. að þær flugu á skömmum tíma
landsliorna á milli, og ýmsar þeirra
iifa enn á vörum hinnar íslenzku
þjóðar.
í lausavísum skáldsins má glögt
s.iá fiöllyndi hans: þar eru snortn-
ir margir strengir mannleera til-
fiuninga: þar er af svo miklu að
faka, að maður veit varla hvar
f>era skal niður.
Sumstaðar er alvaran efst á
baugi samfara djúpri lífsspeki:
“Segið mér hvort sannara er:
að sálin drepi líkamann,
eða hitt, að svakk með sitt
sálunni stundum fargi hann?”
“Heimurinn er tvístrent tól —
til þess mátti’ eg finna í gær; —
hann er bæði fjandlig fól
og falleg hjörtu, guði kær.”
Annarstaðar eru kímni og keskni
ofan á, en djúphygli undir gaman-
gervinu eins og títt er um snjöll
liáðskáld:
“Margur fengi mettan kvið,
má því nærri geta,
yrði fólkið vanið við
vind og snjó að éta.”
(Við hjón sem ekki vildu sættast):
“Þið eruð bæði fjandans fox,
full með heimsku-gjálfur;
hún Tóta þín er tundur-boks,
en tinna’ og járn þú sjálfur.”
í sumum ferskeytlunum leikur
skáldið sér að dýrum háttum:
“Sóttin presta burtu ber,
beztu mönnum eyðir,
dróttin vesta eftir er,
aukast hrönnum leiðir.”
“Hryssu-tjón ei hrellir oss,
hress er eg þó dræpist ess,
missa gerði margur hross,
messað get eg vegna þess.”