Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 85
Tada& Igleimdliinig?©. f Caimsida.
Eftir Rögnv. Pétursson
Nú á síðari árum hefir mörgum
getum verið að því leitt, hve marg-
ir íslendingar væri búsettir og heim-
ilisfastir í Canada. Engar handbærar
skýrslur eru til um þetta, og hefir
fsestum borið saman um töluna, er
'á þetta hafa verið að gizka. Nokkr-
ir hafa haldið því fram, að hér
niuni vera um fjörutíu þúsundir
Islendinga, og hefir það þótt full-
djörf staöhæfing; aðrir að eigi muni
fleiri vera en sem svari fimm til
tíu þúsundum.
Ákveðna vissu um þetta er mjög
erfitt að fá. Þó yfirfarnar séu mann-
talsskýrslur ríkisins, hinna síðari
áratuga, er ætla mætti að væru
Iielztu heimildirnar, þá verður lít-
ið af þeim ráðið um mannfjölda ís-
lendinga eða annara þjóðflokka er
land þetta byggja. Ónákvæmnin er
svo mikil hjá skrásetjurunum, er
til þess kemur að flokka íbúana eft-
ir þjóðernum, að furðu sætir. Norð-
urlandaþjóðir eru víða flokkaðar
sanian undir nafninu Skandinavar,
án þess að önnur grein sé gerð fyr-
ir þjóðerni þeirra. Sömuleiðis eru
^inir slavnesku þjóðflokkar nefnd-
ir jöfnum höndum, Rússar eða
Rúthenar, Tjekkar eða Pólverjar,,
aftir því sem virðingin fyrir hin-
Urtl “óbrezka uppruna”, krefur,
skrásetjaranum þóknast eða þekk-
iug hans á þjóðaheitum lætur til.
^ianntalsskrárnar geta því síður en
Sv° talist óyggjandi heimildir í
þessu efni, þó hins vegar eitthvað
þunni að vera á þeim að græða,
ef rannsaka skal hag og stétta-
skiftingu þjóðflokkanna er til lands-
ins hafa flutt. Að vísu á þeirri reglu
að vera fylgt við manntalið, að hver
sé talinn til þess þjóðernis, sem
faðir eða forfeður, er hingað fluttu,
heyrðu til, því sérstakt canadiskt
þjóðerni er enn ekki til; en mikið
mun á það skorta að þetta sé gert,
og þarf eigi annað en að vitna til
manntalsskýrslunnar síðustu frá
1931. Telur hún 5738 íslendinga í
landinu: en það mun tæpur helm-
ingur þeirra er fæddir eru á ís-
landi og hér eru búsettir. Eru þá
hinir ekki taldir með, sem hér eru
fæddir og eru talsvert fleiri. Árið
1928 fæddust i Canada 584 börn,
er voru af íslenzkum foreldrum í
aðra eða báðar ættir, 289 voru af
íslenzkum foreldrum í báðar ættir,
176 áttu íslenzka móður og 113
íslenzkan föður. (The Canada Year
Book 1931. Ottawa 1931. p. 146.)
Til eru aðrar skýrslur, er öllu
gleggri upplýsingar veita um þessi
efni en manntalsskýrslurnar, en
það eru innflutningaskýrslur sam-
bandsstjórnarinnar, er samdar hafa
verið af akuryi’kju-, innanríkis- og
innflutningaskrifstofunum í Ot-
tawa. Upphaflega lágu innflutn-
ingamálin undir akuryrkjumála-
ráðuneytið. En á þessu var gerð
breyting árið 1892; voru þau þá
lögð undir innanríkismálaráöuneyt-
ið, og stóð svo upp að árinu 1917,
að þau voru færð í sérstaka deild,
út af fyrir sig í stjórnarráðinu. f