Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 105
ÁRSÞING
85
næsta morgun. Samþykt og fundi slit-
i8.
A8 kvöldinu kl. 8. hófst skemtifundui
og var hvert sæti skipað í samkomuhús-
inu. Fóru þar fram líkamsæfingar ungl-
inga úr iþróttafélaginu “Fálkinn” undii
stjórn Karls Kristjánssonar. Lestrar-
samkeppni milli 6 barna . Varð Þrúða
Backman hlutskörpust og hlaut guli
medalíu. Karlakór Islendinga I Winni-
peg söng nokkur lög. Lögmaður hr.
Walter Líndal flutti mjög eftirtektavert
og merkilegt erindi um örlagabyltingu
og loks las Ragnar Stefánsson upp ís-
lenzka sögu. Fór samkoma þessi ágætis
vel fram og skemtu menn sér hið bezta.
* * *
Þriðji fundur Þjóðræknisfélags Islend-
inga í Vesturheimi var settur í Góð-
templarahúsinu við Sargent Ave., fimtu-
daginn 25. febr. 1932, kl. 10.30 f. h.
Fundargerð síðasta fundar var lesin upp
og samþykt .
Var þá tekið fyrir Tímaritsmálið.
Nefnd sú, sem kosin hafði verið í málið,
lagði fram álit sitt svo hljóðandi:
Nefndarálit
Tímaritsmálið.
Nefnd sú, er sett var til þess að ihuga
útgáfu Tímarits Þjóðræknisfélagsins,
leyfir sér að leggja fyrir þingið eftir-
tylgjandi tiliögur:
1- Að útgáfu Tímaritsins verði hald-
ið áfram í sama horfi og verið hefir,
Þ. e. a. s., að það verði gefið út sem
ársrit, sökum þess, að nefndin sér ekki
fært, að ráðist verði í að gefa það út
oftar, sökum kostnaðarauka.
2. Nefndin leggur til, að Tímaritið
verði gefið út ekki siðar en í desember,
sökum þess, að henni virðist, eftir fengn-
um upplýsingum, að auðveldara mundi
að fá auglýsingar í það að haustinu en
á miðjum vetri.
3. Arsskýrsia skjalavarðar félagsins
Þer með sér, að 150 eintök af Tímaritinu
hafa verið gefin heiðursfélögum, rithöf-
undum og auglýsendum, að 589 eintök
hafa gengið til meðlima, að 21 eintak
hefir verið selt, líklega utanfélagsmönn-
úm og að 744 eintök eru óseld. Þetta
teiur nefndin óhafandi og álítur, að
-----------------------------------------1
miklu meira mætti selja, ef rösklega
væri að því gengið. Leggur hún því
til, að væntanleg stjórnarnefnd sé beð-
in að gera ráðstafanir til þess að ritið
verði haft á boðstólum sem viðast, þar
eð hún er sannfærð um, að nokkuð
mætti auka sölu þess til utanfélags-
manna .
Winnipeg 25. febr. 1932.
Virðingarfylst,
Guðm. Árnason
Mrs. Sigurbjörg Johnson
Ásgeir I. Blondahl og
Árni Eggertson
Séra Guðmundur Árnason lagði til
og Árni Eggertsson studdi að nefndar
álitið yrði rætt lið fyrir lið.
1. liður. Árni Eggertsson lagði til og
Halldór Gislason studdi að þessi liður
yrði viðtekinn óbreyttur. Samþykt.
Um annan lið urðu talsverðar um-
ræður. Dr. Rögnvaldur Pétursson taldi
að örðugra mundi vera að fá auglýs-
ingar fyrir árslokin, en eftir nýár.
Auk þess væi’i það auglýsendum nokk-
ur hvöt, að vita að ritinu væri útbýtt
á þinginu og að menn kæmi þá víðs-
vegar að. Taldi annars heppilegt að
leita álits þeirra manna á þessu máli,
er við auglýsenda söfnun hefði fengist.
B. Finnsson kvað það reynslu sína, að
betra væri yfirleitt, að fá auglýsingar
að haustinu eða að vorinu til, en í
janúar og febrúar. Var þá leitað álits
þeirra manna, sem haft höfðu undan-
farin ár á hendi auglýsingasöfnun fyrir
Tímiritið. Ásmundur P. Jóhannsson lét
eindregið þá skoðun í ljós, að heppileg-
ast væri að binda útkomu Tímaritsins
við þingtíma Þjóðræknisfélagsins eins og
að undanförnu. Kvað auglýsendur al-
gerlega gilda það einu, þar sem hér
væri um ársrit að ræða, hvort það
kæmi út i desember eða mánuði eða
tveimur seinna. Mætti alt að einu
hefja auglýsingasöfnun snemma á
haustinu og jafnvel í ágúst. Auk þess
taldi hann febrúar einn hinn bezta
mánuð til auglýsingasöfnunar. Árni
Eggertsson benti hinsvegar á, að aðal
ástæðan fyrir þessum lið hefði verið sú,
að hann hefði rekið sig á, að ýms smá-
félög væri fúsust á að auglýsa fyrir