Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 77
helztu viðburðir
59
Okt. — í byrjun skólaársins var
Frank Thorolfson, áður kennari við
hljómlistardeild Regina College,
University of Saskatchewan, skip-
aður hljómlistarstjóri (Director of
Music) við McMaster University,
Hamilton, Ont. Hann er sonur þeirra
Halldórs Thorolfson og konu hans í
Winnipeg (bæði látin) og löngu
kunnur hljómlistarmaður.
Okt. — Blaðafrétt í byrjun þess
mánaðar greinir frá því, að John
Lawrence Thompson, dóttursonur
landnámshjónanna Stefáns og Hólm-
fríðar Johnson í Upham, N. Dakota,
hafi hlotið $10,000 styrk (Ford Foun-
dation Foreign Area Training Fel-
lowship) til þjóðfélagslegra rann-
sókna í Indlandi. Hann lauk prófi í
alþjóðafræðum með háum heiðri á
Princeton University 1952 og stund-
aði framhaldsnám í þjóðfélagsfræði
á University of Pennsylvania. Hefir
námsferill hans allur verið hinn
glæsilegasti.
Okt. — Winnipeg-deild kanadíska
Rithöfundafélagsins (Canadian Au-
thors’ Association) efndi til kvöld-
verðarboðs til heiðurs frú Violet
Ingjaldsson þar í borg í tilefni af út-
komu skáldsögu hennar Cold Ad-
veniure, sem þykir prýðisgóð.
19. okt. — íslenzk-lúterski söfnuð-
Urinn í Glenboro, Man., minntist
tjörutíu ára afmælis síns með há-
tíðarguðsþj ónustu.
28. okt. — í bæjarstjórnarkosn-
lngum 1 Winnipeg var John V. Sam-
Son, prentsmiðjustjóri, kosinn bæj-
arráðmaður í 2. kjördeild borgarinn-
ar- Hann er sonur Samsonar (heit.)
lögregluþjóns og Guðrúnar Samson
1 Winnipeg.
29. okt. — Ásmundur Loptson,
fylkisþingmaður frá Saltscoat-kjör-
dæminu í Saskatchewan, og frú hans
heiðruð í samsæti í Yorkton, Sask.
Hann hefir tilkynnt, að hann verði
ekki í kjöri í næstu kosningum, en
á sér að baki langan og merkan
stjórnmálaferil.
3. nóv. — Dr. Vilhjálmur Stefáns-
son landkönnuði margvíslegur sómi
sýndur, er hann varð áttræður þann
dag, en hann er maður löngu heims-
kunnur fyrir rannsóknarferðir sín-
ar og ritstörf.
8. nóv. — Tíu ára afmæli Elliheim-
ilisins „Borg“ að Mountain, N. Dak.,
haldið hátíðlegt með fjölmennum
mannfagnaði. Meðal ræðumanna var
Jón Magnússon, fréttastjóri íslenzka
Ríkisútvarpsins, sem þá var á ferða-
lagi um Bandaríkin í boði utanríkis-
ráðuneytis þeirra.
Nóv. — Þrjátíu ára starfsafmæli
dr. Richards Beck við Ríkisháskól-
ann í N. Dakota minnzt í Ríkisút-
varpinu íslenzka. Fyrr á árinu var
hann einn í hópi háskólakennara,
sem heiðraðir voru með samsæti í
viðurkenningarskyni fyrir aldar-
fjórðungs eða lengra starf í þágu há-
skólans.
2. des. — Senator G. S. Thorvald-
son kosinn forseti íhaldsflokksins í
Kanada (The Progressive Conserva-
tive Party of Canada) á ársfundi
hans í Ottawa. Er hann fyrsti Kan-
adamaður af íslenzkum ættum, sem
kosinn hefir verið forseti alþjóðar
st j órnmálaf lokks.
6. des. — Miss Jennie M. Frost,
Minneota, Minn., heiðruð með mjög
fjölmennu samsæti í tilefni þess, að
hún lætur nú af störfum eftir 55 ára