Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 25
einar páll jónsson ritstjóri og skáld
7
þau málefni, sem hann lagði lið í
blaði sínu og utan þess, en ekki vil
ég láta hjá líða að geta stofnunar
kennarastólsins í íslenzku við há-
skólann í Manitoba, en stofnun hans
studdi Einar með ráðum og dáð.
Margur kann að vera harðla
ófróður um starf blaðamannsins.
Því starfi fylgir mikill erill. Þeir
eru ótrúlega margir smámunirnir,
sem taka þarf með í reikninginn á
degi hverjum. Tímatakmörk vofa
sífellt yfir höfði, og auk þess fær
ritstjórinn oft lítið næði á skrifstofu
sinni. Síminn hringir oft á klukku-
stund, og bréf berast daglega, sem
krefjast svars. En blaðamennskan
hefir einnig sínar björtu hliðar.
Starfið er lifandi og viðfangsefnin
breytileg frá degi til dags, og viss
er ég um það, að hefði Einar Páll
niátt kjósa sér ævistarf öðru sinni,
hefði hann kosið blaðamennskuna
°g Lögberg og skrifstofuna á Sar-
gent, sem um tugi ára var ein af
rniðstöðvum íslenzkustu íslending-
anna í Winnipeg.
Einu sinni heyrði ég fróðleiksfúsa
konu spyrja vitran mann, hver væri
ttrunurinn á hagyrðingi og skáldi.
ég man rétt, vafðist hinum vitra
ruanni tunga um tönn, og lái hon-
11111 það hver sem vill. Spurningin
er flókin. Flest skáld eru hagyrð-
lngar, en þó þarf þetta tvennt ekki
nauðsynlega að fara saman. Einar
Páll jónsson var skáld. Á því er eng-
inn efi. Allur þorri kvæða hans ber
yitni um þetta. Skáldlegar myndir
1 þessum kvæðum eru ósjaldan með
shkum ágætum, að lengi þarf að
leita að öðrum betri. En Einar var
einnig hagyrðingur að því leyti, að
sruekkvísi hans í meðferð íslenzks
máls brást honum ekki. Hann hafði
til að bera óvenjunæmt fegurðar-
skyn.
Eftir Einar liggja tvær ljóðabæk-
ur, Öræfaljóð 1915 og Sólheimar
1944. Auk þess hafa nokkur kvæði
komið á prent, eftir að seinni ljóða-
bókin kom út.
Kvæðin áttu sér rætur í leynihólf-
um hjartans, og eins og títt er um
skáld, flíkaði Einar lítt sínum eigin
ljóðum. Hann var maður ljóðelskur,
en bar þær tilfinningar sínar ekki á
torg. Ivitnanir í ljóð hafði hann
ávallt á reiðum höndum, en hann
greip aðeins til þeirra, þegar við
átti. Svipaði honum í engu til óljóð-
rænna stritmanna, sem vér oft heyr-
um þylja ljóð af skilnings- og mis-
kunnarleysi.
Einar reit margt um ljóðagerð í
blað sitt og kynnti mörg hinna yngri
skálda íslenzkra fyrir íslenzkum
ljóðaunnendum vestan hafs.
Hér verður ekki farið út í það
að rekja áhrif annarra á ljóðagerð
Einars, enda eru slík vísindi við-
sjárverð, hvaða skáld sem í hlut á.
Hitt mun engum dyljast, sem les
kvæðin hans, að höfundurinn hefir
á þroskaárum sínum hrifizt með
þeim „vormönnum“, sem rufu svefn
hinnar íslenzku þjóðar. Víst er um
það, að mjög dáði Einar nafna sinn
Benediktsson, og ekki mat hann
lítils kvæði séra Matthíasar. Það
sanna hin ágætu kvæði hans um
þessa tvo höfuðskörunga.
Hin lýsandi kvæði, þar sem mynd-
ir eru mjög sóttar til móður náttúru,
skipa allmikið rúm í ljóðasöfnum
Einars. Kemur þetta skýrt fram í
kvæðum eins og „Haf“, „Brim“,
„Upprisa vorsins" og „Vetur“. í síð-
astgreindu kvæði er þetta erindi: