Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 50
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
upprisu Jesú og kraftaverk á annan
bóginn, en íslenzkum draugasögum
á hinn. Hins vegar virðist hann
aldrei beinlínis hafa dregið jafnað-
arlínur um hin dularfullu fyrir-
brigði aftur til Óðins og fjölkynngi
hans. En að Óðinn hafi fallið í mið-
ilsdá má lesa í þessari lýsingu
Snorra í Heimskringlu (Ynglinga-
saga, kap. 7): „Óðinn skipti hömum;
lá þá búkrinn sem sofinn eða dauðr,
en hann var þá fugl eða dýr, fiskr
eða ormr, ok fór á einni svipstund
á fjarlæg lönd at sínum erindum eða
annara manna.“ Þetta er og aðferð
galdramanna, er í dá falla, víða um
heim með frumstæðum þjóðum, en
ekki sízt með Löppum, Finnum og
frændum þeirra austur um alla
Síberíu, en líka meðal Eskimóa og
Indíána í Norður-Ameríku og Suður-
Ameríku (shamanism).
En eins og Einar hafði barizt til
sigurs við hlið Björns Jónssonar rit-
stjóra fyrir Valtýsku framsóknar-
stefnunni og síðar fyrir sjálfstæðis-
málinu — þannig barðist hann nú
einnig við hlið Haralds Níelssonar
til sigurs fyrir spíritismann á ís-
landi. í því skyni stofnuðu þeir sam-
herjarnir tímaritið Morgunn (1919);
var Einar ritstjóri þess, á meðan
hann lifði. En þeir voru ekki einir
um útbreiðslu spíritisma og dul-
speki. Sveinn Sigurðsson fylgdi
þeim að málum í þrjátíu ár (1924—
54) með Eimreið sína. Þá héldu guð-
spekingar út tímaritinu Gangleri,
fyrst undir stjórn Jakobs Kristins-
sonar, síðar Grétars Ó. Fells. Með svo
dugandi liðsmönnum var það ekki
að undra, þótt guðspeki og spíritismi
yrðu geysivinsæl á íslandi og eign-
uðust jafnvel áhangendur þar sem
sízt mátti við búast: í flokki jafn-
aðarmanna og kommúnista, sem að
jafnaði trúa ekki á annað líf heldur
díalektiska efnishyggju Marx. Voru
þeir sósíalistarnir Sigurður Jónas-
son og Þórbergur Þórðarson frægust
dæmi slíkra manna, einkum Þór-
bergur sem var sanntrúaður Guð-
spekingur og spíritisti, áður en hann
tók sósíalisma sinn. Hins vegar var
þess að vænta, að árásir á spíritism-
ann kæmu fyrst annaðhvort úr her-
búðum kristinnar orþódoxíu*) elleg-
ar frá vantrúuðum kommúnistum-
Gerðist þetta 1936, þegar mislukkað-
ar „straum- og skj álftalækningar"
komu fyrir rétt í Skagafirði, en Lax-
ness skrifaði um það blaðagreinir,
síðar prentaðar í Dagleið á fjöllum
(1937). Þessar greinar Halldórs voru
snjallar, en hafi hann ætlað, að með
þeim myndi hann, sem maður nýja
tímans og kommúnismans, gera
enda á spíritisma á íslandi, þá skj átl-
aðist honum stórum. Miklu heldur
mætti telja að hann og kommúnism-
inn hefði beðið ósigur fyrir drauga'
sögum, íslenzkum, enda kvartar
hann um það að jafnvel útvarpi®
(Jónas Þorbergsson) hafi verið a
bandi spíritisma, hvað þá aðru
flokksmenn Einars. Hefur þessi nið'
urstaða hlotið að hlýja hinni fornu
hetju, Einari, um hjartarætur, þá^
nú væri hann kominn að fótum
fram.
En tæplega mun Einar hafa haft
ánægju af öllum trúbræðrum sm-
um. Má þar til nefna Sigurjón iðju'
höld Pétursson á Álafossi, er vera
mun allgott dæmi um spíritismann
á villigötum. Sigurjón hafði Skarp
héðinn Njálsson að sagnaranda, °&
mun sá hafa verið allólíkur nafna
*) Hallesby.