Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 50
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA upprisu Jesú og kraftaverk á annan bóginn, en íslenzkum draugasögum á hinn. Hins vegar virðist hann aldrei beinlínis hafa dregið jafnað- arlínur um hin dularfullu fyrir- brigði aftur til Óðins og fjölkynngi hans. En að Óðinn hafi fallið í mið- ilsdá má lesa í þessari lýsingu Snorra í Heimskringlu (Ynglinga- saga, kap. 7): „Óðinn skipti hömum; lá þá búkrinn sem sofinn eða dauðr, en hann var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr, ok fór á einni svipstund á fjarlæg lönd at sínum erindum eða annara manna.“ Þetta er og aðferð galdramanna, er í dá falla, víða um heim með frumstæðum þjóðum, en ekki sízt með Löppum, Finnum og frændum þeirra austur um alla Síberíu, en líka meðal Eskimóa og Indíána í Norður-Ameríku og Suður- Ameríku (shamanism). En eins og Einar hafði barizt til sigurs við hlið Björns Jónssonar rit- stjóra fyrir Valtýsku framsóknar- stefnunni og síðar fyrir sjálfstæðis- málinu — þannig barðist hann nú einnig við hlið Haralds Níelssonar til sigurs fyrir spíritismann á ís- landi. í því skyni stofnuðu þeir sam- herjarnir tímaritið Morgunn (1919); var Einar ritstjóri þess, á meðan hann lifði. En þeir voru ekki einir um útbreiðslu spíritisma og dul- speki. Sveinn Sigurðsson fylgdi þeim að málum í þrjátíu ár (1924— 54) með Eimreið sína. Þá héldu guð- spekingar út tímaritinu Gangleri, fyrst undir stjórn Jakobs Kristins- sonar, síðar Grétars Ó. Fells. Með svo dugandi liðsmönnum var það ekki að undra, þótt guðspeki og spíritismi yrðu geysivinsæl á íslandi og eign- uðust jafnvel áhangendur þar sem sízt mátti við búast: í flokki jafn- aðarmanna og kommúnista, sem að jafnaði trúa ekki á annað líf heldur díalektiska efnishyggju Marx. Voru þeir sósíalistarnir Sigurður Jónas- son og Þórbergur Þórðarson frægust dæmi slíkra manna, einkum Þór- bergur sem var sanntrúaður Guð- spekingur og spíritisti, áður en hann tók sósíalisma sinn. Hins vegar var þess að vænta, að árásir á spíritism- ann kæmu fyrst annaðhvort úr her- búðum kristinnar orþódoxíu*) elleg- ar frá vantrúuðum kommúnistum- Gerðist þetta 1936, þegar mislukkað- ar „straum- og skj álftalækningar" komu fyrir rétt í Skagafirði, en Lax- ness skrifaði um það blaðagreinir, síðar prentaðar í Dagleið á fjöllum (1937). Þessar greinar Halldórs voru snjallar, en hafi hann ætlað, að með þeim myndi hann, sem maður nýja tímans og kommúnismans, gera enda á spíritisma á íslandi, þá skj átl- aðist honum stórum. Miklu heldur mætti telja að hann og kommúnism- inn hefði beðið ósigur fyrir drauga' sögum, íslenzkum, enda kvartar hann um það að jafnvel útvarpi® (Jónas Þorbergsson) hafi verið a bandi spíritisma, hvað þá aðru flokksmenn Einars. Hefur þessi nið' urstaða hlotið að hlýja hinni fornu hetju, Einari, um hjartarætur, þá^ nú væri hann kominn að fótum fram. En tæplega mun Einar hafa haft ánægju af öllum trúbræðrum sm- um. Má þar til nefna Sigurjón iðju' höld Pétursson á Álafossi, er vera mun allgott dæmi um spíritismann á villigötum. Sigurjón hafði Skarp héðinn Njálsson að sagnaranda, °& mun sá hafa verið allólíkur nafna *) Hallesby.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.