Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 51
aldarminning einars h. kvaran
33
sínum í Njálu, því ólíklegt er, að
Skarphéðni á Bergþórshvoli myndi
nokkurn tíma detta í hug að fara í
krossferð til Heklu gjósandi. Samt
er nú ekki að vita, hvor þeirra nafna
kann að verða langlífari í bókmennt-
unum.
Kjör Einars framan af árum
leyfðu honum hvorki tíma né tæki-
færi til að fást við það, sem hugur-
inn stóð helzt til, en það var sagna-
gerðin. Auk þess virðist hann hafa
verið seinþroska. Það er ekki fyrr
en með „Vonum“ (1888) að hann er
þess fullvís að hafa listina á valdi
sínu. Þá er hann kominn nálægt þrí-
fugu. Enn líður nærri áratugur, áð-
Ur hann skrifar næstu smásögur
sínar, þá staddur sér til heilsubótar
suður á Korsíku. Og þegar fyrsta
skáldsaga hans, Ofurefli, kemur út,
skortir hann eitt ár í fimmtugt
(1908). Þetta varpar ljósi á rithöf-
undareinkenni hans. Það er reyndur
niaður í skóla lífsins, sem á penn-
anum heldur, þegar hann loksins
tekur að skrifa. Og það er maður
sem lært hefur til hlítar þá sagna-
nst sem honum er eiginleg.
Þegar Einar loks byrjar fyrir al-
vÖru að skrifa, eru þeir tímar liðn-
lr> er berjast þurfti gegn vantrú
°g þröngsýni nítjándu aldarinnar.
Gremjan situr að vísu enn í Einari
§egn hinum trúhræsnisfullu kven-
Vergum, sem tæplega hafa verið
míög fágæt fyrirbrigði á uppvaxtar-
arum hans, og jafnvel síðar. Slíkar
konur getur hann vart hugsað sér,
að eigi annars staðar heima en í hel-
Vlti og má heita, að það sé hin eina
^snntegund, sem hann hefur ekki
leynt að skilja og skýra í sögum
sínum. Hefði hann kunnað kom-
plexa-fræði (geðflækju-) Freuds,
mundi hann hafa gert það.
Vonir og Þurrkur eru mjög hlut-
lausar sögur, brot af lífinu séð gegn
um skáld-gleraugu. í Sveini káia dá-
ist hann, á raunsærra manna vísu
og að dæmi slarkaranna í Höfn, enn
að manninum sem nýtur lífsins,
meðan dagur er, en í Örðugasia
hjallanum er um það vélt á kristi-
legan hátt hvort sjálfsafneitun og
fórnfýsi sé ekki vænlegri lífsvizka
og giftudrjúgari. Mannúð hans ljóm-
ar skært af titlum eins og Smæl-
ingjar, og Fyrirgefning ítrekar hið
kristilega kærleiksboð — án þess að
hatast við þá, sem hneykslunum
valda, en það var háttur raunsæis-
manna og síðar jafnaðarmanna og
kommúnista.
í Ofurefli og Gulli boðar Einar
hinn bjartsýna, mannúðarríka, en
haturs- og helvítislausa kristinn dóm
nýju guðfræðinnar. Samt er þung
undiralda þykkju í þessum bókum
gegn andúðinni, heimskunni og
tuddaskapnum, sem rís mót þessum
kærleiksboðskap. Ástæðan er sú, að
Einar varð þá fyrir miklum ofsókn-
um fyrir áhuga sinn á spíritiskum
fyrirbrigðum, sem óvinir hans köll-
uðu andatrú, ef ekki ljótari nöfnum.
Og nú var Tryggvi Gunnarsson,
bjargvættur Verðandi-áranna, kom-
inn í andskotaflokk Einars, sem
heimastjórnarmaður, bankastjóri og
skútu-útgerðarmaður, enda mun
hann vera höfðingi sá, er gerir út
manndrápsbollana, ónýtu skúturnar
í Gulli. En þessi ádeila á skútu-
útgerðina gerir bækurnar að inn-
leggi í stríði dagsins og eykur gildi
þeirra. En eftir það skrifar Einar
ekki mörg deilurit í skáldbúningi.