Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 65
þankar um játvarð góða
47
varður kost á því að vera viðstaddur
þessa athöfn, sem hann hafði svo
lengi þráð. Hann lá þá sjúkur við
dauðans dyr. — Og enn kemur eitt
vandmálið. Hvað skeði við dánar-
beð Játvarðar? Sumar heimildir
segja, að hann hafi þá falið Haraldi
ríki sitt, en hægt er að skýra orð
heimildanna á þann veg, að kóngur
hafi aðeins ætlazt til þess, að Har-
aldur varðveitti ríkið, þar til er Vil-
hjálmur tæki við völdum. Snorri
segir, að vísu, frá þessu á annan
hátt. „Það er sögn manna,“ segir
hann, „að þá er fram leið að andláti
konungs, að þá var Haraldur nær og
fátt manna annað. Þá laut Haraldur
yfir konunginn og mælti: „Því skír-
skota eg undir alla yður, að kon-
ungur gaf mér nú konungdóm og
allt ríki á Englandi." Því næst var
konungur hafiður dauður úr hvíl-
unni.“ Snorri er, að sjálfsögðu, ekki
eins góð heimild og samtíða enskar
heimildir um Játvarð góða, en þó
®tla ég, að öllu athuguðu, að hann
fari hér ekki fjær sannleikanum.
fJtfararathöfn Játvarðar góða fór
fram daginn eftir andlát hans, 6.
janúar 1066, og var hann lagður til
hvíldar í kirkju þeirri, er hann var
nÝbúinn að reisa, en Haraldur var
tekinn til konungs sama dag. Ekki
urðu ríkisstjórnardagar hans yfrið
^aargir, en viðburðarríkir mega þeir
feljast. Tósti bróðir hans undi illa
a§ sínum og vildi gera tilkall til
nikis. Tóku þeir Haraldur harðráði
^gurðarson og hann höndum saman
e§ sigldu til Englands með her.
Örðust þeir við Harald Guðinason
. • september við Stamfurðu, og
eHu báðir. En þá kom fregn að
sunnan, að Vilhjálmur bastarður
Vasri kominn í land með riddaralið.
Þeysti Haraldur Guðinason suður
og féll fyrir Vilhjálmi við Hastings
14. október 1066, en Vilhjálmur tók
lönd og ríki, eins og Játvarður hafði
viljað.
Ekki má ég svo skilja við þessa
þanka, að ég minnist ekki á ein
tengsl milli íslendinga og Játvarðar
góða, þó að þau séu óbein. Áður
biskupsstóll var settur á íslandi,
dvöldu þar nokkrir erlendir biskup-
ar. Einn af þeim hét Rúðólfur og sat
í Bæ á íslandi í hartnær tuttugu ár
eða frá því um 1030 til 1049 eða 1050,
er hann hvarf til Englands. En Rúð-
ólfur var frændi Játvarðar góða, og
fékk kóngur honum við komu hans
til umráða klaustrið í Abingdom
með ábótanafnbót. Hann andaðist
1051. Telja sumir, að meðan Rúð-
ólfur dvaldi í Bæ hafi hann haldið
skóla og jafnvel sett klaustur þar,
en mjög er þetta allt á huldu og
litlar líkur, að svo hafi verið, að
minnsta kosti hvað klausturlifnað
snertir.
Já, allt er breytingum undirorpið,
jafnvel orðstír manna. Þó mun, þeg-
ar öll kurl koma til grafar, illt að
véfengja það, sem höfundur Háva-
mála segir: „En orðstír deyr aldregi
hveims sér góðan getr.“ Sannast
þetta og á Játvarði að vissu leyti,
því þótt misjafnir dómar hafi verið
kveðnir upp um hann, er orðstír
hans enn að mörgu leyti hinn sami
og hann var á miðöldunum. Fyrir
þúsundum altara er sungin messa
hans á hverju ári á ártíð hans, þ. e.
a. s. 13. október. í klausturkirkju St.
Péturs í Westminster (Wesiminsier
Abbey) getur enn að líta skrín hans,
þó hinn helgi dómur hans finnist þar
ekki lengur. Aftur er minning hans
bráðlifandi í hinni miklu rómversk-