Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 40
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þjóðrækni hans vaxin, og kom, með- al annars, fram í sterkum kröfum í íslenzkum sjálfstæðismálum, en í því efni aðhylltist hann á seinni ár- um málstað landvarnarmanna (Sbr. kvæði hans með því heiti). Hann stóð, í fáum orðum sagt, djúpum rót- um í íslenzkum menningarjarðvegi í íslenzkri bókmenntaerfð, og fann sérstaklega til skyldleika síns við ís- lenzku alþýðuskáldin, og lærði mik- ið af þeim. í minningargrein sinni um Þorstein varpar Sigurður skóla- meistari ljósi á þá hliðina á skáld- skap hans, meðal annars með orðum Þorsteins sjálfs: „Og hann var alþýðlegur í and- legri merkingu. Það leynir sér ekki, að hann er mjög snortinn af Sigurði Breiðfjörð, og það var honum ljóst. „Þér sjáið rétt áhrif Sigurðar Breið- fjörð á mig,“ skrifar hann í bréfi, sem vitnað er í hér að framan. „Hann er sá eini maður, sem ég veit af, sem ég hefi með vilja ekki hirt um, þó mark sitt ætti á mínum ljóð- um sumum.“ Það er eitt auðkenni ljóða hans, að hann klæðir hug- myndir sínar og skáldadrauma gömlum íslenzkum alþýðubúningi, orti undir sömu háttunum sem al- þýðuskáld vor hafa kveðið undir öld eftir öld. Enginn hefir ort feg- urri ferskeytlur og hringhendur en hann.“ Vaxandi áhugi Þorsteins á sögu íslands og íslenzkum fræðum lýsti sér í því, að á síðari árum safnaði hann þjóðsögum og öðrum söguleg- um fróðleik; fann hann þar efni í Eiðinn og í kvæðaflokkinn Fjalla- Eyvind, en honum entist ekki aldur til að ljúka við nema brot af honum. Þorsteini Erlingssyni tókst í rík- um mæli að verða alþýðuskáld í sönnustu og fegurstu merkingu orðs- ins. Frá því að kvæði hans tóku fyrst að birtast á prenti, urðu þau óvenjulega vinsæl, ekki sízt hjá al- þýðu manna, eins og honum var bezt að skapi. Hinn nýi strengur, sem hann sló með róttækum kvæð- um sínum og þjóðfélagsádeilum, fann hljómgrunn í hugum margra, þó að gremju eða reiði vekti hjá öðrum. En allir gátu notið yndis af fágætri bragsnilld hans og ljóðrænni fegurð kvæða hans. í stuttu máli sagt, með skoðunum sínum í þjóð- málum og trúmálum, og þó, ef til vill, enn meir með ljóðsnilld sinni, hefir hann haft geysimikil áhrif, og tekur það til samtíðarskálda hans, ekki sízt alþýðuskáldanna, einnig yngri skálda í þeim hópi. Og áhrif Þorsteins Erlingssonar, bæði á almenning og ýmis skáldin, náðu hingað vestur um haf. Ætla ég það mála sannast, að hann hafi hér- lendis haft meiri áhrif á hugsun ís- lendinga í þjóðmálum og trúmálum en nokkurt annað skáld heima á ætt- jörðinni. Hinn mikli samtíðarmaður hans a skáldskaparsviðinu, Stephan G. Stephansson, viðurkenndi skuld sína við hann, og fer dr. S. Nordal um það þessum orðum: „Jötuninn 1 Vesturvegi settist að fótskör Þor- steins, átti lengra samleið með hon- um en nokkurt annað íslenzkt skáld, svo ólíkt sem hæfileikum þeirra var háttað að mörgu leyti. Það var mesti sómi, sem Þorsteinn hlaut og ga^ hlotið. En ástsældir kvæðanna með íslenzkri alþýðu voru enn meira verðar fyrir framgang skoðana hans.“ Enn fremur hygg ég að greina megi nokkur áhrif, að minnsta kosti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.