Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 90
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Úlbreiðslumál Mér er það mikið ánægjuefni að geta hafið frásögn mína um þann meginþátt í starfsemi félagsins með því að skýra þingheimi frá því, að fyrir nokkrum dög- um barst mér tilkynning, undirrituð af séra Guðmundi P. Johnson, forseta Lestr- arfélagsins „Vestra“ í Seattle, Wash., og Jóni Magnússyni, ritara félagsins, þess efnis, að félagið hefði nýlega, með ein- róma samþykkt á fundi sínum, ákveðið að biðja um inngöngu sem Sambands- deild í Þjóðræknisfélaginu. Lestrarfé- lagið „Vestri“ var áður slík deild í fé- lagi voru, sem nú um skeið hefir staðið utan þess, en stöðugt haldið uppi ár- vakri þjóðræknis- og menningarstarf- semi, mannmargur félagsskapur og blómlegur undir stjórn áhugasamra manna og kvenna. Vér bjóðum það ágæta félag hjartanlega velkomið í hóp vorn á ný, og veit ég, að inntökubeiðnin verður samþykkt einum rómi og með fögnuði af þingheimi. Annars hefir útbreiðslustarfið liðið ár eins og áður að miklu leyti komið í hlut stjórnarnefndarinnar, en ýmsir aðrir lagt þeim málum lið. Fyrrv. forseti félagsins, dr. Valdimar Eylands, hefir á starfsárinu flutt ræður um ísland og sýnt myndir þaðan á ýms- um samkomum, og flutti einkum tíma- bært og skorinort erindi um þjóðrækn- ismál vor á fundi deildarinnar „Fróns“ hér í borg. Varaforseti, séra Philip M. Pétursson, flutti kveðju félagsins á íslendingadeg- inum að Gimli, í fjarveru forseta, ávarp á fundi deildarinnar á Gimli og kveðju frá félaginu í ársveizlu „The Icelandic Canadian Club“, auk þess sem hann kom fram víðar á samkomum í félags- ins nafni. Ritari, prófessor Haraldur Bessason, flutti erindi um íslenzk efni á árinu, tók einnig þátt í ýmsum samkomum, og rit- aði margar greinar um félags- og þjóð- ræknismál í hin íslenzku blöð vor. Vara- ritari, Walter J. Lindal dómari, hefir einnig ritað um þjóðræknis- og menn- ingarmál vor bæði í tímaritið The Ice- landic Canadian og í íslenzk blöð beggja megin hafsins. Féhirðir, Grettir L. Jóhannson ræðis- maður, flutti kveðjur fslendinga í Kan- ada á íslendingasamkomu í Minneapolis, er haldin var í tilefni af aldarafmæli Minnesotaríkis, en féhirðir vor og frú hans^ tóku þátt í afmælishátíðahöldun- um í boði ríkisstjórans. Féhirðir flutti einnig erindi um ísland á ensku hér í Winnipeg og kveðjur í embættisnafni á íslendingadeginum á Gimli og víðar á samkomum. Forseti flutti í byrjun maímánaðar op- inberan fyrirlestur um íslenzkar bók- menntir á University of California í Berkeley og erindi um landnámsferðir norrænna manna að fornu og nýju í kvöldveizlu, sem Félag fslendinga í Norður-Kaliforníu efndi til honum til heiðurs í San Francisco. — Stuttu síðar sótti forseti ásamt frú sinni fyrrnefnd hátíðahöld í Minnesota í boði ríkisstjór- ans og flutti kveðjur félagsins á íslend- ingasamkomum í Minnesota og Minne- apolis. Nær júlílokum var forseti aðal- ræðumaður á íslendingadeginum í Blaine og flutti einnig í þeirri ferð er- indi um þjóðræknismál á samkomum deilda vors í Vancouver og Blaine og á samkomu Lestrarfélagsins „Vestri“ í Seattle. Vil ég nú opinberlega þakka innilega höfðinglegar og hjartanlegar viðtökur, sem við hjónin eða ég áttum alls staðar að fagna af hálfu íslendinga í umræddum ferðum mínum. — Seinni part sumars og fram á haust átti forseti ekki heimangengt af ástæðum, sem ykk- ur öllum eru kunnar .Gat hann því eigi, eins og hann hafði þó ætlað sér, heim- sótt þjóðræknisdeildirnar í Manitoba, en hafði hins vegar tekið þátt í 17. júni hátíðahaldi deildarinnar „Bárunnar" að Mountain, N. Dak. Enn fremur hélt hann fyrir stuttu síðan aðalræðuna (um líf- speki norrænna manna) í ársveizlu „The Icelandic Canadian Club“. Með bréfleg- um kveðjum til deilda og einstaklinga hefir forseti einnig talað máli félagsins; meðal annars sendi hann skjalaverði vor- um, Ragnari Stefánssyni, heillaóskir fé- lagsins í tilefni af sjötugsafmæli hans síðastliðið sumar og þakkaði honum jafnframt störfin í þágu félagsins sem embættismaður þess og skerf hans með öðrum hætti til vestur-íslenzkra félags- og menningarmála. Ber ég nú fram þsr kveðjur og óskir honum til handa opin- berlega með innilegustu þökkum vorum. Og þar sem hann liggur nú á sjúkrahúsi, óskum vér honum góðs bata. — Á ensku og norsku hefir forseti einnig á liðnu ári flutt erindi um íslenzk og norræn efni og ritað um þau efni í blöð °S tímarit beggja megin hafsins. FræSslumál Þau mál fléttast eðlilega með mörgum hætti inn í útbreiðslumálin, en meo fræðslumálum er hér vitanlega átt vw íslenzkukennslu og söngfræðslu á is' lenzku. Ritari félagsins, próf. Haraldur Bessason, hefir aftur í ár haldið kvöld- námskeið í íslenzku, en á nokkuð breio- ari grundvelli nú en áður. Fer hann um þá kennslu þessum orðum í bréfi til mm, sem ég leyfi mér að taka traustartaki- „Eins og í fyrra hefi ég tekið þátt f leshring meðal eldra fólks. Hefi ég ger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.