Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 69
bækur
51
eigin augum, og ef til vill enn fleira
í gegnum nálarauga sögunnar. Hon-
um er það mest að þakka, ef ekki
eingöngu, að þetta ágæta safn um
Austurland er til orðið. Hann skrifar
fallegt, látlaust og stílhreint mál —
virðist aldrei þurfa að grípa til út-
lenzkukenndra nýyrða eða skrúð-
máls. Aldrei verður maður heldur
var við, að hann blandi sjálfum sér
eða sinni skoðun inn í frásögnina,
sem því miður mörgum af oss hætt-
ir til.
Áður en langt um líður, má eiga
von á sjötta (og kannske síðasta)
hindi þessa safns. Er svo ráðið, að
aðalefni þess verði yfirlitssaga aust-
firzkra bókmennta. Hlakka ég til að
sjá það, ef mér skyldi auðnast að
lifa svo lengi.
Jakobína Johnson:
northern LIGHTS,
Icelandic Poems.
Núna um jólin barst mér þessi
fallega bók. I henni eru yfir fimm-
tíu íslenzk ljóð, eftir þrjátíu skáld,
snúin á enska tungu. Hafa þau all-
flest birzt í enskum tímaritum og
hókum og hvarvetna verið vel tekið.
Bnda má fullyrða, að fáir eða engir,
sem fengizt hafa við að þýða íslenzk
kvæði, komist til jafns við Jakobínu
i iýriskum þíðleik og hljómfegurð.
^nisir hafa þýtt nákvæmlega —
kannske of nákvæmlega, þannig að
orðin drepi andann — en í stað ís-
fenzku söngtónanna hefir komið
Þjalarsarg og grjóthrun, þótt það
reyndar eigi ekki ávallt við.
, ^eim, sem fengizt hafa við að snúa
ri«iuðu máli einnar tungu yfir í
aðra, er það vel ljóst, hve torvelt
það er að halda hætti, efni, anda og
hljómblæ, svo að skiljanlegt og að-
gengilegt sé lesaranum; enda tapast
vanalega eitthvað, nærri hversu vel
sem er þýtt. Af þeirri nasasjón, sem
ég hefi af öðrum tungum, þori ég
að fullyrða, að ekkert sé eins erfitt
og vandasamt að þýða á önnur mál
og íslenzk ljóð. Ber margt til þess:
hrynjandi tungunnar, lengd og
glaumur orðanna og hið orðauðuga
líkinga- og skáldamál. Hver önnur
tunga gæti, til dæmis, túlkað á eins
yfirgnæfandi glæsilegan hátt þessa
Bethoven-líku hljómkviðu Einars:
Frá sjöunda himni að Ránar rönd
stíga röðlarnir dans fyrir opnum
tjöldum,
en ljóshafsins öldur, með fjúkandi
földum,
falla og hníga við skuggaströnd.
Hljómur orðanna eykur þarna á
þungamagn efnisins, og verður því
að lesast upphátt, líkt og tónljóð,
sem ekki skilst við að lesa nóturnar,
án þess að raddirnar heyrist. Annars
undrar það mig mest, hversu margir
hafa spreytt sig á að þýða þetta
kvæði og tekizt það furðanlega, þótt
óhjákvæmilega flestar þær þýðingar
verði fölvar skuggamyndir frum-
kvæðisins. Þýðing Jakobínu, sem
bókin byrjar með og dregur nafn af,
er vafalaust miklu fremri öllum
hinum. Við þetta mætti og bæta, án
allrar upptalningar, að margar glefs-
ur í þýðingunum virðast taka frum-
textunum fram; á þetta sér einkum
stað um óljósar eða veikar ljóðlínur,
sem allajafna koma fyrir, jafnvel í
sumum góðkvæðum íslenzku skáld-
anna. Og öll bera þessi ljóð vott