Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 56
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA amerískt skáld, Karl Shapiro, upp- runninn úr Baltimore, Pulitzerverð- launaskáld, hafið herferð gegn „ný- tízkuskáldskap“ T. S. Eliots í The New Yorlc Times Book Review 13. des. 1959. „Hvað gengur að skáld- skapnum?“ Hann er sjúk list. En ef þessi skáldskapur verður lagður fyrir róða, þá spáir Karl Shapiro að einfeldni og bjartsýni í skáldskap komist á hornið á ný. Mundi það tvímælalaust gleðja Einar og Jónas Hallgrímsson. Á árunum 1929—39 gekk einhver versta kreppa yfir heim sem sögur fara af: þriðji hver maður var at- vinnulaus í Ameríku. Á þessum ár- um fór menn að dreyma um betra skipulag; þetta varð því tími jafnað- arstefnu og kommúnisma og öld skálda, sem deildu, sumir nokkuð hart, á hið forna skipulag. í Amer- íku: Upton Sinclair, Sinclair Lewis, fyrstur Nóbelsverðlaunamaður, Eugene O. Neill leikritaskáld annar, Ernest Hemingway útlagi í Evrópu hinn þriðji, William Faulkner, Suð- urríkjamaður hinn fjórði. Á íslandi má vera að Einar hafi haft ánægju af að lesa ádeilur spíritistans Þórbergs; en víst ekki Laxness, sem bæði var efnishyggjumaður og andspíritisti. Um það bil sem Einar dó og fram á stríðsárin, leit út fyrir, að efnis- hyggja og kommúnismi kynnu að verða trú framtíðarinnar, og enn gæti svo farið, að höfðatala Rússa og Kínverja myndi tryggja játningum þeirra meiri hluta í heiminum. Hins vegar er enginn efi á því, að á Vest- urlöndum, a. m. k., hefur fjörkippur hlaupið í kristnar kirkjur og ungt fólk virðist kunna illa við sig í einangrun, enda hafa Ameríkanar sennilega aldrei átt betri vakninga- prédikara en Billy Graham, sem farið hefur um víðan heim að kristniboði sínu. Hins vegar virðist tæplega brydda á spámönnum þeim eða guðum í manngervi, sem Arnold J. Toynbee var að vona, að hinar miklu kirkjudeildir eða réttara trú- arflokkar mannkynsins færu að framleiða áður en það væri með öllu um seinan; enda væri þá ekki um annað að tala en enda vestrænnar menningar. Tæplega mundi þess að vænta, að þessi mikli spámaður kæmi frá íslandi, eins og Helgi Pét- ursson trúði. Annars virðist kristni að einhverju leyti í uppgangi, líka á íslandi, því hún hefur eignazt góðan málsvara í ungum guðfræð- ingi úr flokki vaktra manna, en hann virðist vera betur menntaður en margir félagar hans, þar sem hann hefur setzt við brunna grískra bókmennta og trúar auk þess að vera nýtízkuskáld og bókmenntafræðari Morgunblaðsins. Svo að ef Einar gæti nú litið upp úr gröf sinni, hygg ég, að hann mundi sjá ýmis teikn a himni, er boðuðu sigur þess kristin- dóms, sem hann unni og kannske líka örlítið betri byr fyrir bókmenntir þær bjartsýnar, er honum voru helzt að skapi. Því enn gæti maðurinn átt bjarta framtíð, ef hann sneri sér að því að bæta kyn sitt og lifa í við náungann. The John’s Hopkins University, Baltimore, Md.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.