Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 30
12 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kvæði eftir Þorstein Erlingsson við undirleik Ragnars Björnssonar tón- listarmanns. Þessu næstu flutti dr. Sigurður Nordal ræðu um skáldið og manninn Þorstein Erlingsson, en á eftir flutti Þorsteinn Ö. Stephensen nokkur kvæði skáldsins. Aðþvíloknu flutti séra Sigurður Einarsson skáld í Holti frumsamið kvæði, sem hann nefndi Þorsteinsminni, fagurt ljóð í fjórum köflum. Þessu næst flutti ávarp Sigurður Tómasson oddviti á Barkarstöðum og að lokum talaði Erlingur Þorsteinsson læknir, sonur Þorsteins Erlingssonar, og þakkaði fyrir hönd aðstandenda skáldsins þann sóma, sem því hefði nú verið sýndur.“ Að hátíðinni lokinni efndu sýslu- nefnd Rangæinga og kaupfélögin Þór og Kaupfélag Rangæinga til samkvæmis í Hellubíói á Rangár- völlum. Björn Björnsson sýslumað- ur Rangæinga hafði veizlustjórn með höndum, en ræður fluttu for- setinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, Björn sýslumaður, Ingólfur Jónsson alþingismaður, Páll Björgvinsson sýslunefndarmaður á Efra-Hvoli og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur. Ekki verður því annað með sanni sagt en að Rangæingar hafi, með miklum myndarskap, minnzt aldar- afmælis hins þjóðfræga sonar sveit- arinnar og afreka hans. Og þótt hér hafi verið stiklað á stóru, aðeins hins helzta getið, þá er auðsætt, að heima- þjóðin hefir sýnt það í verki á 100. afmæli Þorsteins Erlingssonar, að hún man hann og metur að verð- leikum. Hins vegar hefir afmælis hans ekki verið sérstaklega minnzt meðal íslendinga vestan hafs, og er þessari ritgerð ætlað að bæta ofur- lítið úr þeirri vanrækslu. En Þor- steinn átti á sínum tíma fjölda að- dáenda í hópi íslendinga hérlendis og víðtækum vinsældum að fagna; hafði mikil áhrif á ýmis skáld vor og fleiri, eins og síðar mun nánar vikið að, og hann á enn djúp ítök 1 hugum margra af eldri kynslóðinni. Vitanlega átti hann einnig hérna megin hafsins, eins og heima á ætt- jörðinni, ramma andstæðinga vegna róttækra skoðana sinna í þjóðmálum og trúmálum. I. Þorsteinn Erlingsson var fæddur að Stórumörk í Rangárvallasýslu 27. sept. 1858, en fluttist barnungur að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og ólst þar upp. Þar fara saman mikil náttúrufegurð og sögufrægð, því að Njála gerist á þeim slóðum, eins og alkunnugt er. Fór það mjög að von- um, að hið hrifnæma skáld varð fy?" ir varanlegum áhrifum af svipmiklu og söguríku æskuumhverfi sínu, enda bar hann í brjósti djúpstæðar minningar um æskustöðvarnar og hefir lýst þeim á fagran og ógleym- anlegan hátt í kvæðum sínum. Góðar og traustar bændaættn- stóðu að Þorsteini á báðar hendur, og skáldgáfa hafði komið fram í föð- urætt hans. Sr. Páll Jónsson „skáldi var náfrændi Þorsteins, móðurbróð- ir Helgu Erlingsdóttur, ömmu hans og fóstru í Hlíðarendakoti. Það var fyrir áeggjan og uppörV' un þeirra þjóðskáldanna SteingrímS Thorsteinssonar og séra Matthíasar Jochumssonar, að Þorsteinn Erlings son gekk menntabrautina. Steingrímur og Matthías komu a Hlíðarendakoti sumarið 1876 kynntust þá Þorsteini. Fer Matthías um það eftirfarandi orðum í köflum sínum: „Við Steingrímur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.