Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 94

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 94
76 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA nefnd í útgáfumálum muni minnast þess starfs hans á maklegan hátt í nefndar- áliti sínu. Olgeir Gunnlaugsson hefir annast um auglýsingasöfnun í ár og þökkum vér það starf hans. Þjóðræknisfélagið hefir aftur í ár styrkt hin íslenzku blöð vor með fjár- framlagi, og er þar fyrir góðan að gera, jafn mikilvæg og blöðin eru í þjóðrækn- isstarfi voru og allri íslenzkri félagslegri starfsemi vorri. Með það í huga, veit ég, að allir góðir íslendingar hér í álfu harma það einlæglega, að annað íslenzka blaðið hefir nú orðið að draga saman seglin um útgáfu sína; en mikið tjón er það í hvert sinn, sem einhver menn- ingarleg stofnun vor á meðal verður að taka til þeirra úrræða. Skýrslur embættismanna, milliþinganeínda og deilda Féhirðir, fjármálaritari og skjalavörð- ur leggja fram á þinginu prentaðar skýrslur sínar um fjárhag félagsins og eignir þess. Milliþinganefndir hafa með höndum skógræktarmálið, minjasöfnun og hús- byggingarmálið. Formenn nefnda þess- ara, Mrs. Marja Björnsson, tveggja hinna fyrstnefndu, og Mrs. Björg ísfeld, hinn- ar síðarnefndu, munu á sínum tíma skýra þinginu frá gerðum nefnda sinna. Á þinginu í fyrra var samþykkt einum rómi, að Þjóðræknisfélagið gangist fyrir því, að stofnsett verði í íslenzka bóka- safninu í Manitobaháskóla sérstök Vil- hjálms Stefánssonar bókadeild. Forseti skipaði sérstaka milliþinganefnd í það mál, og gerir formaður hennar, prófessor Haraldur Bessason, grein fyrir starfi nefndarinnar síðar á þinginu. Leifs styttu málinu var í fyrra, með samþykkt þingsins, vísað til stjórnarnefndar til fullnaðar afgreiðslu og hefir hún haft það til athugunar. Mun væntanleg stjórn- arnefnd vafalaust framfylgja ákvörðun þingsins í fyrra um ráðstöfun styttunnar eins fljótt og hentugt tækifæri gefst til þess að afhenda hana í voru nafni form- lega að gjöf hinu merkilega Sjóminja- safni, þar sem hún er nú á ágætum stað. f undirbúningi fyrir þingið, og sér- staklega lokasamkomu þess, skipaði for- seti þá varaforseta, ritara, vararitara, fé- hirði og skjalavörð, sem allir hafa áður nefndir verið margsinnis hér að framan. Skýrslur deilda verða venju sam- kvæmt lesnar hér á þinginu af fulltrúum þeirra eða ritara vorum, og gefst þá tækifæri til að votta deildunum þakkir fyrir störf þeirra. Hvað er framundan? Af sjónarhóli fertugsafmælis félags vors hefi ég af skiljanlegum ástæðum horft yfir farinn veg, bæði með það fyrir augum að votta stofnendum félags vors þökk vora og virðingu á þessum tímamótum, og einnig til þess að glöggva oss skilning á hlutverki og sögu félags- ins. En hvað er framundan í þessum fé- lagsmálum vorum? Sjálfsagt er að horf- ast hreinskilnislega í augu við þá vax- andi erfiðleika, sem vér eigum við að stríða. öll sjáum vér það, og vitanlega ekki sársaukalaust, hvert straumurinn liggur í þeim efnum. En það er hægt að bregðast við slíkum erfiðleikum með tvenns konar hætti. Annars vegar með því að ganga uppgjafarstefnunni á hönd, leggja árar í bát, sem er auðveld- asti vegurinn, en hvorki mjög hetjulegur né þroskavænlegur fyrir sál mannsins sjálfs. Á hinn bóginn er hægt að mæta örðugleikunum á þann hátt, að ganga djarflega á hólm við þá, láta þá verða eggjan til dáða, vængi til flugs, og það viðhorf er í ætt við hið bezta í íslenzku þjóðareðli. Það var slík hreystilund, sem bar þjóð vora fram til sigurs í sjálf- stæðisbaráttu hennar, og einnig er skráð ljósu letri í lífi, stríði og sigurvinningum íslenzkra landnema hér vestan hafs. Þjóðræknisfélagið og aðrar íslenzkar menningarstofnanir vorar og félagssam- tök í landi hér geta enn átt sér mörg starfsár framundan, ef vér styðjum þau af lifandi áhuga, dugnaði og fórnfýsi- Með óbilandi trú á vorn góða og göfuga málstað, samstilltum hugum og samein- uðum kröftum má enn miklu til vegar koma í félagsmálum vorum og menning- armálum, þó að straumurinn renni oss þungt í fang. Að minnsta kosti þarf ekki að ýta á eftir þeim straumi, hann er nógu sterkur og hraðfleygur án þess. En ég er nú að eðlisfari rótgróinn bjartsyn- ismaður, enda hefi ég hvergi séð þao skrifað né vitað þess dæmi, að vantruin á neinum málum bylti björgum úr vegi- Því hvet ég til dáða og framsóknar a ai- kunnum en ávallt tímabærum orðum skáldsins *og trúarskáldsins: Græðum saman mein við mein metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan; plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? allir leggi saman! f þeim anda býð ég yður öll hjartan- lega velkomin á fertugasta þjóðræknis- þing vort. Megi það verða sem ánægJu' ríkast en jafnframt sem ávaxtaríkast þágu þess ágæta málefnis, sem þessi x ' lagsskapur hefir helgað starfsemi sm um 40 ára skeið, og enn á, góðu heu >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.