Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 30
12
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kvæði eftir Þorstein Erlingsson við
undirleik Ragnars Björnssonar tón-
listarmanns. Þessu næstu flutti dr.
Sigurður Nordal ræðu um skáldið og
manninn Þorstein Erlingsson, en á
eftir flutti Þorsteinn Ö. Stephensen
nokkur kvæði skáldsins. Aðþvíloknu
flutti séra Sigurður Einarsson skáld
í Holti frumsamið kvæði, sem hann
nefndi Þorsteinsminni, fagurt ljóð í
fjórum köflum. Þessu næst flutti
ávarp Sigurður Tómasson oddviti á
Barkarstöðum og að lokum talaði
Erlingur Þorsteinsson læknir, sonur
Þorsteins Erlingssonar, og þakkaði
fyrir hönd aðstandenda skáldsins
þann sóma, sem því hefði nú verið
sýndur.“
Að hátíðinni lokinni efndu sýslu-
nefnd Rangæinga og kaupfélögin
Þór og Kaupfélag Rangæinga til
samkvæmis í Hellubíói á Rangár-
völlum. Björn Björnsson sýslumað-
ur Rangæinga hafði veizlustjórn
með höndum, en ræður fluttu for-
setinn, herra Ásgeir Ásgeirsson,
Björn sýslumaður, Ingólfur Jónsson
alþingismaður, Páll Björgvinsson
sýslunefndarmaður á Efra-Hvoli og
Björn Þorsteinsson sagnfræðingur.
Ekki verður því annað með sanni
sagt en að Rangæingar hafi, með
miklum myndarskap, minnzt aldar-
afmælis hins þjóðfræga sonar sveit-
arinnar og afreka hans. Og þótt hér
hafi verið stiklað á stóru, aðeins hins
helzta getið, þá er auðsætt, að heima-
þjóðin hefir sýnt það í verki á 100.
afmæli Þorsteins Erlingssonar, að
hún man hann og metur að verð-
leikum. Hins vegar hefir afmælis
hans ekki verið sérstaklega minnzt
meðal íslendinga vestan hafs, og er
þessari ritgerð ætlað að bæta ofur-
lítið úr þeirri vanrækslu. En Þor-
steinn átti á sínum tíma fjölda að-
dáenda í hópi íslendinga hérlendis
og víðtækum vinsældum að fagna;
hafði mikil áhrif á ýmis skáld vor
og fleiri, eins og síðar mun nánar
vikið að, og hann á enn djúp ítök 1
hugum margra af eldri kynslóðinni.
Vitanlega átti hann einnig hérna
megin hafsins, eins og heima á ætt-
jörðinni, ramma andstæðinga vegna
róttækra skoðana sinna í þjóðmálum
og trúmálum.
I.
Þorsteinn Erlingsson var fæddur
að Stórumörk í Rangárvallasýslu
27. sept. 1858, en fluttist barnungur
að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og
ólst þar upp. Þar fara saman mikil
náttúrufegurð og sögufrægð, því að
Njála gerist á þeim slóðum, eins og
alkunnugt er. Fór það mjög að von-
um, að hið hrifnæma skáld varð fy?"
ir varanlegum áhrifum af svipmiklu
og söguríku æskuumhverfi sínu,
enda bar hann í brjósti djúpstæðar
minningar um æskustöðvarnar og
hefir lýst þeim á fagran og ógleym-
anlegan hátt í kvæðum sínum.
Góðar og traustar bændaættn-
stóðu að Þorsteini á báðar hendur,
og skáldgáfa hafði komið fram í föð-
urætt hans. Sr. Páll Jónsson „skáldi
var náfrændi Þorsteins, móðurbróð-
ir Helgu Erlingsdóttur, ömmu hans
og fóstru í Hlíðarendakoti.
Það var fyrir áeggjan og uppörV'
un þeirra þjóðskáldanna SteingrímS
Thorsteinssonar og séra Matthíasar
Jochumssonar, að Þorsteinn Erlings
son gekk menntabrautina.
Steingrímur og Matthías komu a
Hlíðarendakoti sumarið 1876
kynntust þá Þorsteini. Fer Matthías
um það eftirfarandi orðum í
köflum sínum: „Við Steingrímur