Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 90
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Úlbreiðslumál
Mér er það mikið ánægjuefni að geta
hafið frásögn mína um þann meginþátt
í starfsemi félagsins með því að skýra
þingheimi frá því, að fyrir nokkrum dög-
um barst mér tilkynning, undirrituð af
séra Guðmundi P. Johnson, forseta Lestr-
arfélagsins „Vestra“ í Seattle, Wash., og
Jóni Magnússyni, ritara félagsins, þess
efnis, að félagið hefði nýlega, með ein-
róma samþykkt á fundi sínum, ákveðið
að biðja um inngöngu sem Sambands-
deild í Þjóðræknisfélaginu. Lestrarfé-
lagið „Vestri“ var áður slík deild í fé-
lagi voru, sem nú um skeið hefir staðið
utan þess, en stöðugt haldið uppi ár-
vakri þjóðræknis- og menningarstarf-
semi, mannmargur félagsskapur og
blómlegur undir stjórn áhugasamra
manna og kvenna. Vér bjóðum það ágæta
félag hjartanlega velkomið í hóp vorn á
ný, og veit ég, að inntökubeiðnin verður
samþykkt einum rómi og með fögnuði
af þingheimi.
Annars hefir útbreiðslustarfið liðið ár
eins og áður að miklu leyti komið í hlut
stjórnarnefndarinnar, en ýmsir aðrir lagt
þeim málum lið.
Fyrrv. forseti félagsins, dr. Valdimar
Eylands, hefir á starfsárinu flutt ræður
um ísland og sýnt myndir þaðan á ýms-
um samkomum, og flutti einkum tíma-
bært og skorinort erindi um þjóðrækn-
ismál vor á fundi deildarinnar „Fróns“
hér í borg.
Varaforseti, séra Philip M. Pétursson,
flutti kveðju félagsins á íslendingadeg-
inum að Gimli, í fjarveru forseta, ávarp
á fundi deildarinnar á Gimli og kveðju
frá félaginu í ársveizlu „The Icelandic
Canadian Club“, auk þess sem hann
kom fram víðar á samkomum í félags-
ins nafni.
Ritari, prófessor Haraldur Bessason,
flutti erindi um íslenzk efni á árinu, tók
einnig þátt í ýmsum samkomum, og rit-
aði margar greinar um félags- og þjóð-
ræknismál í hin íslenzku blöð vor. Vara-
ritari, Walter J. Lindal dómari, hefir
einnig ritað um þjóðræknis- og menn-
ingarmál vor bæði í tímaritið The Ice-
landic Canadian og í íslenzk blöð beggja
megin hafsins.
Féhirðir, Grettir L. Jóhannson ræðis-
maður, flutti kveðjur fslendinga í Kan-
ada á íslendingasamkomu í Minneapolis,
er haldin var í tilefni af aldarafmæli
Minnesotaríkis, en féhirðir vor og frú
hans^ tóku þátt í afmælishátíðahöldun-
um í boði ríkisstjórans. Féhirðir flutti
einnig erindi um ísland á ensku hér í
Winnipeg og kveðjur í embættisnafni á
íslendingadeginum á Gimli og víðar á
samkomum.
Forseti flutti í byrjun maímánaðar op-
inberan fyrirlestur um íslenzkar bók-
menntir á University of California í
Berkeley og erindi um landnámsferðir
norrænna manna að fornu og nýju í
kvöldveizlu, sem Félag fslendinga í
Norður-Kaliforníu efndi til honum til
heiðurs í San Francisco. — Stuttu síðar
sótti forseti ásamt frú sinni fyrrnefnd
hátíðahöld í Minnesota í boði ríkisstjór-
ans og flutti kveðjur félagsins á íslend-
ingasamkomum í Minnesota og Minne-
apolis. Nær júlílokum var forseti aðal-
ræðumaður á íslendingadeginum í
Blaine og flutti einnig í þeirri ferð er-
indi um þjóðræknismál á samkomum
deilda vors í Vancouver og Blaine og á
samkomu Lestrarfélagsins „Vestri“ í
Seattle. Vil ég nú opinberlega þakka
innilega höfðinglegar og hjartanlegar
viðtökur, sem við hjónin eða ég áttum
alls staðar að fagna af hálfu íslendinga
í umræddum ferðum mínum. — Seinni
part sumars og fram á haust átti forseti
ekki heimangengt af ástæðum, sem ykk-
ur öllum eru kunnar .Gat hann því eigi,
eins og hann hafði þó ætlað sér, heim-
sótt þjóðræknisdeildirnar í Manitoba, en
hafði hins vegar tekið þátt í 17. júni
hátíðahaldi deildarinnar „Bárunnar" að
Mountain, N. Dak. Enn fremur hélt hann
fyrir stuttu síðan aðalræðuna (um líf-
speki norrænna manna) í ársveizlu „The
Icelandic Canadian Club“. Með bréfleg-
um kveðjum til deilda og einstaklinga
hefir forseti einnig talað máli félagsins;
meðal annars sendi hann skjalaverði vor-
um, Ragnari Stefánssyni, heillaóskir fé-
lagsins í tilefni af sjötugsafmæli hans
síðastliðið sumar og þakkaði honum
jafnframt störfin í þágu félagsins sem
embættismaður þess og skerf hans með
öðrum hætti til vestur-íslenzkra félags-
og menningarmála. Ber ég nú fram þsr
kveðjur og óskir honum til handa opin-
berlega með innilegustu þökkum vorum.
Og þar sem hann liggur nú á sjúkrahúsi,
óskum vér honum góðs bata. — Á ensku
og norsku hefir forseti einnig á liðnu
ári flutt erindi um íslenzk og norræn
efni og ritað um þau efni í blöð °S
tímarit beggja megin hafsins.
FræSslumál
Þau mál fléttast eðlilega með mörgum
hætti inn í útbreiðslumálin, en meo
fræðslumálum er hér vitanlega átt vw
íslenzkukennslu og söngfræðslu á is'
lenzku. Ritari félagsins, próf. Haraldur
Bessason, hefir aftur í ár haldið kvöld-
námskeið í íslenzku, en á nokkuð breio-
ari grundvelli nú en áður. Fer hann um
þá kennslu þessum orðum í bréfi til mm,
sem ég leyfi mér að taka traustartaki-
„Eins og í fyrra hefi ég tekið þátt f
leshring meðal eldra fólks. Hefi ég ger