Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 40
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þjóðrækni hans vaxin, og kom, með-
al annars, fram í sterkum kröfum í
íslenzkum sjálfstæðismálum, en í
því efni aðhylltist hann á seinni ár-
um málstað landvarnarmanna (Sbr.
kvæði hans með því heiti). Hann
stóð, í fáum orðum sagt, djúpum rót-
um í íslenzkum menningarjarðvegi
í íslenzkri bókmenntaerfð, og fann
sérstaklega til skyldleika síns við ís-
lenzku alþýðuskáldin, og lærði mik-
ið af þeim. í minningargrein sinni
um Þorstein varpar Sigurður skóla-
meistari ljósi á þá hliðina á skáld-
skap hans, meðal annars með orðum
Þorsteins sjálfs:
„Og hann var alþýðlegur í and-
legri merkingu. Það leynir sér ekki,
að hann er mjög snortinn af Sigurði
Breiðfjörð, og það var honum ljóst.
„Þér sjáið rétt áhrif Sigurðar Breið-
fjörð á mig,“ skrifar hann í bréfi,
sem vitnað er í hér að framan.
„Hann er sá eini maður, sem ég veit
af, sem ég hefi með vilja ekki hirt
um, þó mark sitt ætti á mínum ljóð-
um sumum.“ Það er eitt auðkenni
ljóða hans, að hann klæðir hug-
myndir sínar og skáldadrauma
gömlum íslenzkum alþýðubúningi,
orti undir sömu háttunum sem al-
þýðuskáld vor hafa kveðið undir
öld eftir öld. Enginn hefir ort feg-
urri ferskeytlur og hringhendur en
hann.“
Vaxandi áhugi Þorsteins á sögu
íslands og íslenzkum fræðum lýsti
sér í því, að á síðari árum safnaði
hann þjóðsögum og öðrum söguleg-
um fróðleik; fann hann þar efni í
Eiðinn og í kvæðaflokkinn Fjalla-
Eyvind, en honum entist ekki aldur
til að ljúka við nema brot af honum.
Þorsteini Erlingssyni tókst í rík-
um mæli að verða alþýðuskáld í
sönnustu og fegurstu merkingu orðs-
ins. Frá því að kvæði hans tóku
fyrst að birtast á prenti, urðu þau
óvenjulega vinsæl, ekki sízt hjá al-
þýðu manna, eins og honum var
bezt að skapi. Hinn nýi strengur,
sem hann sló með róttækum kvæð-
um sínum og þjóðfélagsádeilum,
fann hljómgrunn í hugum margra,
þó að gremju eða reiði vekti hjá
öðrum. En allir gátu notið yndis af
fágætri bragsnilld hans og ljóðrænni
fegurð kvæða hans. í stuttu máli
sagt, með skoðunum sínum í þjóð-
málum og trúmálum, og þó, ef til
vill, enn meir með ljóðsnilld sinni,
hefir hann haft geysimikil áhrif, og
tekur það til samtíðarskálda hans,
ekki sízt alþýðuskáldanna, einnig
yngri skálda í þeim hópi.
Og áhrif Þorsteins Erlingssonar,
bæði á almenning og ýmis skáldin,
náðu hingað vestur um haf. Ætla ég
það mála sannast, að hann hafi hér-
lendis haft meiri áhrif á hugsun ís-
lendinga í þjóðmálum og trúmálum
en nokkurt annað skáld heima á ætt-
jörðinni.
Hinn mikli samtíðarmaður hans a
skáldskaparsviðinu, Stephan G.
Stephansson, viðurkenndi skuld sína
við hann, og fer dr. S. Nordal um
það þessum orðum: „Jötuninn 1
Vesturvegi settist að fótskör Þor-
steins, átti lengra samleið með hon-
um en nokkurt annað íslenzkt skáld,
svo ólíkt sem hæfileikum þeirra var
háttað að mörgu leyti. Það var mesti
sómi, sem Þorsteinn hlaut og ga^
hlotið. En ástsældir kvæðanna með
íslenzkri alþýðu voru enn meira
verðar fyrir framgang skoðana
hans.“
Enn fremur hygg ég að greina
megi nokkur áhrif, að minnsta kosti