Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 65

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 65
þankar um játvarð góða 47 varður kost á því að vera viðstaddur þessa athöfn, sem hann hafði svo lengi þráð. Hann lá þá sjúkur við dauðans dyr. — Og enn kemur eitt vandmálið. Hvað skeði við dánar- beð Játvarðar? Sumar heimildir segja, að hann hafi þá falið Haraldi ríki sitt, en hægt er að skýra orð heimildanna á þann veg, að kóngur hafi aðeins ætlazt til þess, að Har- aldur varðveitti ríkið, þar til er Vil- hjálmur tæki við völdum. Snorri segir, að vísu, frá þessu á annan hátt. „Það er sögn manna,“ segir hann, „að þá er fram leið að andláti konungs, að þá var Haraldur nær og fátt manna annað. Þá laut Haraldur yfir konunginn og mælti: „Því skír- skota eg undir alla yður, að kon- ungur gaf mér nú konungdóm og allt ríki á Englandi." Því næst var konungur hafiður dauður úr hvíl- unni.“ Snorri er, að sjálfsögðu, ekki eins góð heimild og samtíða enskar heimildir um Játvarð góða, en þó ®tla ég, að öllu athuguðu, að hann fari hér ekki fjær sannleikanum. fJtfararathöfn Játvarðar góða fór fram daginn eftir andlát hans, 6. janúar 1066, og var hann lagður til hvíldar í kirkju þeirri, er hann var nÝbúinn að reisa, en Haraldur var tekinn til konungs sama dag. Ekki urðu ríkisstjórnardagar hans yfrið ^aargir, en viðburðarríkir mega þeir feljast. Tósti bróðir hans undi illa a§ sínum og vildi gera tilkall til nikis. Tóku þeir Haraldur harðráði ^gurðarson og hann höndum saman e§ sigldu til Englands með her. Örðust þeir við Harald Guðinason . • september við Stamfurðu, og eHu báðir. En þá kom fregn að sunnan, að Vilhjálmur bastarður Vasri kominn í land með riddaralið. Þeysti Haraldur Guðinason suður og féll fyrir Vilhjálmi við Hastings 14. október 1066, en Vilhjálmur tók lönd og ríki, eins og Játvarður hafði viljað. Ekki má ég svo skilja við þessa þanka, að ég minnist ekki á ein tengsl milli íslendinga og Játvarðar góða, þó að þau séu óbein. Áður biskupsstóll var settur á íslandi, dvöldu þar nokkrir erlendir biskup- ar. Einn af þeim hét Rúðólfur og sat í Bæ á íslandi í hartnær tuttugu ár eða frá því um 1030 til 1049 eða 1050, er hann hvarf til Englands. En Rúð- ólfur var frændi Játvarðar góða, og fékk kóngur honum við komu hans til umráða klaustrið í Abingdom með ábótanafnbót. Hann andaðist 1051. Telja sumir, að meðan Rúð- ólfur dvaldi í Bæ hafi hann haldið skóla og jafnvel sett klaustur þar, en mjög er þetta allt á huldu og litlar líkur, að svo hafi verið, að minnsta kosti hvað klausturlifnað snertir. Já, allt er breytingum undirorpið, jafnvel orðstír manna. Þó mun, þeg- ar öll kurl koma til grafar, illt að véfengja það, sem höfundur Háva- mála segir: „En orðstír deyr aldregi hveims sér góðan getr.“ Sannast þetta og á Játvarði að vissu leyti, því þótt misjafnir dómar hafi verið kveðnir upp um hann, er orðstír hans enn að mörgu leyti hinn sami og hann var á miðöldunum. Fyrir þúsundum altara er sungin messa hans á hverju ári á ártíð hans, þ. e. a. s. 13. október. í klausturkirkju St. Péturs í Westminster (Wesiminsier Abbey) getur enn að líta skrín hans, þó hinn helgi dómur hans finnist þar ekki lengur. Aftur er minning hans bráðlifandi í hinni miklu rómversk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.