Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 24
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA nýja land, þó sjálfsögð sé og mikil- væg, sem hér er um að ræða, menn verða að leggja eitthvað á borð með sér, menningarlega talað, til þróun- ar þjóðarinnar, sem þeir eru orðnir hluti af, annars geta þeir illa hlut- gengir talizt. Séu þeir snauðir að veraldlegum auði, skyldu þeir minnast orðanna ódauðlegu: „Silf- ur og gull á ég ekki, en það sem ég hefi, það gef ég þér.“ Er þar í þessu sambandi átt við þá menningarlegu auðlegð og þann hugsjónaarf, sem íslendingar hafa að erfðum þegið. Af þeim auði andans og manndóms- ins ber þeim að miðla sinni nýju þjóð sem örlátlegast.“ En til þess, að það geti orðið, verða menn vitanlega að varðveita sem lengst og ávaxta sem bezt dýr- mæta menningararfleifð sína. Á þetta minnir önnur málsgrein stefnuskrár félags vors, svohljóð- andi: „Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi." Eigi verður það heldur gert til lengdar, ef menn slitna úr tengslum við ætternislegan og menningarleg- an uppruna sinn. Þessvegna er það, í þriðja lagi, aðalmarkmið félags- ins: „Að efla samúð og samvinnu meðal íslendinga austan hafs og vestan.“ Nægilega hefir þá lýst verið til- gangi Þjóðræknisfélagsins, og í anda hinnar þríþættu stefnuskrár þess, hefir starf þess verið unnið nú í hálfan fimmta áratug. Segja má einnig, að á starfsemi þess séu þrjár hliðar, sú hliðin, sem snýr að oss íslendingum innbyrðis hér í álfu, sú hliðin, sem snýr að íslandi, og sú hliðin, sem snýr að erlendum mönn- um og þjóðum. En þessar megin- kvíslir félagsstarfsins falla óhjá- kvæmilega með ýmsum hætti í sama farveg. Þegar rennt er sjónum yfir farinn yeg félagsins, mun eigi annað verða pieð sanni sagt, en að stofnendur þess hafi lagt traustan grundvöll að starfsemi þess. Ber þeim því heiður og þökk vor hinna, er leitazt höfum ,við að fylgja þeim í spor. Það yrði pf langt mál, ef telja ætti upp þá hina mörgu, karla og konur, sem þlut áttu að stofnun félagsins, en allmargra þeirra er getið í framan- nefndum ritgerðum í tilefni af 20 ára og 25 ára afmælum félagsins. Hér verða aðeins taldir eftirfarandi stofnendur, er jafnframt voru fyrstu embættismenn félagsins, en það yoru: Forseti: Séra Rögnvaldur Péturs- son Vara-forseti: Jón J. Bíldfell Ritari: Dr. Sigurður Júl. Jó- hannesson Vara-ritari: Ásgeir I. Blöndahl Gjaldkeri: Ásmundur P. Jóhanns- son Vara-gjaldkeri: Séra Albert E. Kristjánsson Fjármálaritari: S. D. B. Stephans- son Vara-fjármálaritari: Stefán Ein- arsson Skjalavörður: Sigurbjörn Sigur- jónsson Yfirskoðunarmenn reikinga: Einar P. Jónsson og Hannes Péturs- son.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.