Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 25
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
7
Flestir þeirra komu síðan með
mörgum hætti við sögu félagsins,
stóðu þar í fylkingarbrjósti árum
eða jafnvel áratugum saman, eins
og starfssaga félagsins ber órækast
vitni. Af þessum fyrstu embættis-
mönnum félagsins eru nú tveir of-
an moldar, þeir séra Albert E. Krist-
jánsson, Blaine, Washington, og
Stefán Einarsson ritstjóri, Yancou-
ver, B.C.
Úibreiðslu- og fræðslumál
Frá stofnun Þjóðræknisfélagsins
hefir útbreiðslustarfsemi af hálfu
þess að sjálfsögðu verið eitt af meg-
inviðfangsefnum stjórnarnefndar
þess. Sú viðleitni hefir verið í því
fólgin, að koma á fót félagsdeild-
um, hvar sem því varð viðkomið,
að styðja í starfi þær deildir, er
þegar höfðu stofnaðar verið, og að
afla félaginu sem flestra einstakra
félagsmanna sem víðast um Vestur-
alfu. Frá stofnun og starfsemi deilda
félagsins fyrstu 25 ár þess er skýrt
i framannefndum ritgerðum okkar
dr. Rögnvaldar, og verður því farið
fljótt yfir iþá sögu hér. Til þess að
spara rúm og óþarfar endurtekn-
ingar, er stofnár flestra deildanna
tilgreint í svigum.
Deildin „Frón“ í Winnipeg (1919),
fyrsta deild félagsins og jafngömul
því, er enn vel starfandi og meðal
fjölmennustu deilda þess. Deildin
„Fjallkonan“ í Wynyard, Sask., sem
stofnuð var sama ár, var starfandi
fram til 1954. Af öðrum elztu deild-
um félagsins lifa deildin „ísland“
(1921), Brown (Morden), Man., og
deildin „Brúin“ (1923), Selkirk,
Man, enn góðu lífi, en deildin
„Snæfell" (1923), Churchbridge,
Sask., og deildiin “Iðunn“ (1926),
Leslie, Sask., voru starfandi fram á
síðustu ár.
Aðrar núverandi deildir félagsins
eru „Báran“ (1937), Mountain og
Mrs. Hólmfríður Danielson