Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 38
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA stjórn íslands að sama skapi. Voru viðtökurnar og veizluhöldin undir stjórn dr. Helga P. Briem, iþáverandi aðalræðismanns íslands í New York, um allt með himrm mesta höfðings- brag, en hann hefir fyrr og síðar reynzt félagi voru traustur vinur. Á undanförnum 20 árum, síðan Sigurgeir biskup sótti aldarfjórð- ungsafmæli félags vors, hefir mikill fjöldi kærkominna gesta af ættjörð- inni sótt oss heim, og eru í þeim hópi ýmsir helztu andlegir leiðtogar þjóðarinnar og menningarfrömuðir, menntamenn, rithöfundar, skáld og /tónsnillingar, og forystumenn á þðrum sviðum. Hafa margir þeirra flutt ræður á ársþingum félags vors eða á öðrum samkomum af hálfu þess eða deildanna, og nokkurra þeirra, sem beint komu á vegum .félagsins og víðförlastir voru um byggðir vorar, hefir þegar verið get- ið í kaflanum um útbreiðlsu- og fræðslumálin. Rúm leyfir, því miður, eigi að telja upp nöfn hinna, þó að maklegt væri, enda eiga þar við orð skáldsins: „Það þýðir ekki að þylja ,nöfnin tóm, og þjóðin mun þau .annars staðar finna.“ Hvað félag ^vort snertir, eiga þau orð sérstak- lega við með tilliti til þess, að nöfn þessara mikilsmetnu og kæru gesta þeiman um haf eru geymd sam- .tímamönnum og sögunni í forseta- skýrslum og á öðrum stöðum í þing- tíðindum félagsins. Sérstök ástæða er þó til þess að minnast þess, að á 30 ára afmæli sínu (1949), naut Þjóðræknisfélagið þeirrar miklu ánægju og sæmdar að hafa á ársþinginu sem fulltrúa Rík- isstjórnar íslands og gesti sína, þau ágætu hjón, Thor Thors sendiherra og frú Ágústu Thors. Flutti sendi- herrann snjalla ræðu á þinginu, ennfremur faguryrtar og hjarta- .hlýjar kveðjur frá forseta íslands, herra Sveini Björnssyni, Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra, Eysteini Jónssyni menntamálaráð- herra og dr. Alexander Jóhannes- syni, rektor Háskóla íslands. Er jafnframt skylt að geta þess, að þjóðræknisfélagið hefir ávallt átt framúrskarandi stuðningsmann, þar sem Thor sendiherra er, og hefir hann með mörgum hætti sýnt í verki góðhug sinn til félagsins. Má sem eitt dæmi þess nefna farsæla þátttöku hans í sameiningu vestur- fslenzku vikublaðanna, en Þjóð- ræknisfélagið lét sig það mál skipta. (Smbr. skýrslu þáver. forseta félags- ins í þingtíðindunum fyrir árið 1955). Á umræddu tímabili í sögu þess .hefir Þjóðræknisfélagið fengið í heimsókn tvær kunnar og vinsælar íslenzkar söngkonur. Hin fyrri j(haustið 1954) var frú Guðmunda Elíasdóttir, óperusöngkona frá New York, og fer þáver. forseti félagsins, dr. V. J. Eylands, eftirfarandi orð- um um heimsókn hennar í forseta- skýrslu sinni fyrir það ár: „Kom hún í boði stjórnarnefndar félags vors og hélt fyrir atbeina þess söngsamkomur á ýmsum stöð- um bæði hér í Winnipeg og nær- lendis. Var aðsóknin að samkomum hennar mjög mikil yfirleitt, og fólk mjög hrifið af söng hennar og allri framkomu. Er óhætt að segja, að fólki voru var mikil ánægja og þjóðernislegur styrkur að heimsókn hennar.“ Ennþá víðtækari var þó söngför
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.