Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 41
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
23
lendinga austan hafs og vest-
an, á grundvelli tillagna sem
Árni Bjarnarson, bókaútgefandi
á Akureyri, hafði samið að tilhlut-
un ríkisstjórnarinnar. Nefndarmenn
eru: Árni Bjarnarson, sem er for-
maður, séra Benjamín Kristjánsson,
prestur að Laugalandi í Eyjafirði,
Egill Bjarnason, auglýsingastjóri í
Reykjavík, Hallgrímur Fr. Ha'll-
grímsson, aðalræðismaður Kanada,
Reykjavík, og Steindór Steindórs-
son yfirkennari, á Akureyri.
Samsumars komu þrír af nefndar-
mönnum, þeir Árni Bjarnarson,
Steindór Steindórsson og séra Benja-
mín Kristjánsson, ásamt með frú
Gerði Bjarnarson og Gísla Ólafs-
syni, lögregluvarðstjóra á Akureyri,
vestur um haf, með það markmið
sérstaklega fyrir augum að safna
efni í æviskrá Vestur-íslendinga, og
unnu þau að því verki fram í sept-
ember. Varð þeim allvel ágengt, og
greiddi stjórnarnefnd Þjóðræknis-
félagsins að sjálfsögðu götu þeirra
eftir föngum. Hið sama gerðu mörg
önnur félagssystkini vor og aðrir
Islendingar víðs vegar um álfuna.
Nsesta sumar voru þeir Árni Bjarn-
arson og Gísli Ólafsson á ferðalagi
vestan hafs sömu erinda, samhliða
því að þeir sóttu íslendingasamkom-
ur í Winnipeg og víðar.
Ofannefndar ferðir til söfnunar
nauðsynlegra heimilda, báru þann
árangur, að 1961 kom út fyrsta bindi
ritsafnsins Vesiur-íslenzkar ævi-
skrár, undir ritstjórn séra Benja-
míns Kristjánssonar, sem lagt hefir
a sig geysilegt verk við samningu
ntsins, en Árni Bjarnarson, er með
mörgum öðrum hætti hefir unnið að
eflingu sambands og samvinnu Is-
lendinga yfir hafið, hefir manna
mest beitt sér fyrir útgáfu ritsins.
Er þar um hið gagnmerkasta rit að
ræða, bæði frá sagnfræðilegu og
mannfræðilegu sjónarmiði, og jafn-
framt er útgáfa þess mikill og var-
anlegur skerfur til framhaldandi
gagnkvæmra kynna og menningar-
legra samskipta milli íslendinga
austan hafs og vestan. Stendur eng-
um nær en oss Vestur-íslendingum
að stuðla með öllum hætti að því,
að útgáfa þessa mikla merkisrits
geti haldið áfram og náð tilgangi
sínum í sem fyllstum mæli.
Fleira merkilegt og mikilvægt
gerðist einnig á árinu 1961 í sam-
skiptum íslendinga yfir hafið, og
þá um annað fram það, er Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjóri Mennta-
málaráðuneytis Islands, tilkynnti
stj órnarnef nd Þ j óðræknisf élagsins,
að ráðuneytið hefði ákveðið að veita
stúdent eða kandidat af íslenzkum
ættum búsettum í Kanada styrk til
náms í íslenzkum fræðum í heim-
spekideild Háskóla Islands árlega
frá 1. okt. til 1. maí. Nemur styrkur
þessi 20,000 íslenzkra króna, og er
miðaður við að nægja fyrir fæði,
húsnæði og námsbókum. Var Þjóð-
ræknisfélaginu falið að auglýsa
styrkinn og gera tillögur til Mennta-
málaráðuneytisins um hverjum
skyldi veita hann. Varð nefndin að
sjálfsögðu fúslega við þeim tilmæl-
um, og hafa nokkrir námsmenn
þegar orðið styrksins aðnjótandi.
Lýsir þessi höfðinglega styrkveiting
af hálfu Menntamálaráðuneytisins
miklum góðhug í garð vor Vestur-
íslendinga, jafnframt því og hún
eflir ættar- og menningartengslin
milli íslendinga heima og hérlendis.