Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
En svo að haldið sé áfram frá-
sögninni um hópferðir milli íslands
og Vesturálfu, þá ber næst að geta
hópferðar þeirrar, sem prófessor
Finnbogi Guðmundsson efndi til
sumarið 1953, og tókst með ágætum.
Sumarið 1962 gerðist það í þessum
flugferðum yfir hafið, að snemma
í júní flaug stór hópur íslendinga
frá Winnipeg til Reykjavíkur, til
dvalar á íslandi fram eftir sumrinu,
og sumir fram á haust, en í ágúst-
mánuði kom 40 manna hópur frá
íslandi og ferðaðist síðan víðs veg-
ar um byggðir íslendinga vestan
hafs. Fararstjórar voru þeir séra
Bragi Friðriksson og Guðni Þórðar-
son blaðamaður. Þjóðræknisfélagið
fagnaði þessum stóra gestahóp frá
Islandi með virðulegri og fjölsóttri
samkomu. En með þessari hópferð
var brotið blað í slíkum samskipt-
um vorum yfir hafið.
Loks ber þess að minnast, sem
raunar er öllum mjög í fersku minni,
að síðastliðið sumar voru farnar
tvær hópferðir til íslands „efri leið-
ina“. Þ. 6. júní flaug rúmlega 40
manna hópur, á vegum „The Ice-
landic Canadian CIub“, frá Winni-
peg um New York til íslands, und-
ir fararstjórn Walters J. Lindal
dómara, vara-ritara félags vors, og
þ. 13. júní flaug 110 manna hópur
frá Vancouver til Reykjavíkur, á
v e g u m þjóðræknisdeildarinnar
„Ströndin“, og voru fararstjórar þeir
Snorri Gunnarsson, forseti deildar-
innar, og Sigurbjörn Sigurdson
söngstjóri. Var hér um sögulega
ferð að ræða, þar sem flogið var
yfir norðurhvel jarðar beint til
Reykjavíkur. Tókust báðar þessar
ferðir prýðilega, og verður vonandi
framhald á þeim, jafn mikilvægur
þáttur og þær eru í kynnum og
menningarlegum samskiptum milli
vor Islendinga austan hafs og vest-
an.
Eins og kunnugt er af blaðafrá-
sögnum beggja megin hafsins, þá
hafa ýmsir af forystumönnum fé-
lags vors, og aðrir nátengdir, er
framarlega standa í félags- og
menningarmálum vorum, þegið á
síðari árum virðuleg heimboð til
íslands af hálfu opinberra aðila eða
vina og velunnara. Er þess hér
minnzt með þakklæti, en nánar er
frá þeim minnisstæðu heimsóknum
greint í skýrslum forseta félagsins
og annars staðar í þingtíðindum
þess, ennfremur í eigi allfáum sér-
stökum ritgerðum í Tímariii fé-
lagsins. Hafa ferðir þessar jafn-
framt átt sinn drjúga þátt í því að
treysta ættar og menningarböndin,
enda hafa eigi allfáir þessara
heimsækjenda til ættjarðarstranda
flutt erindi um þjóðræknismálin og
Vestur-íslendinga í Ríkisútvarpið
íslenzka og á samkomum víðs vegar
um landið, en þakkarverð er öll
'sú viðleitni, er miðar að því að auka
gagnkvæman skilning og góðhug
milli íslendinga heima og hér vestra,
því að í þeim jarðvegi á framhald-
andi samvinna vor í milli sínar
djúpu og sterku rætur.
Með það í huga þykir mér bezt
sæma að ljúka þessum kafla um
samvinnumálin yfir hafið með því
að draga á ný athygli að þeirri
heimsókninni heiman um haf, er
ber hæst, og er um leið einhver
allra merkasti viðburðurinn í sögu
Þjóðræknisfélagsins frá stofnun
þess. En það er vitanlega ógleym-