Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 50
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA leikur sá kær mönnum „að kveða skyldi karlmaður til konu í dans blautleg kvæði og regileg og kona til karlmanns mansöngsvísur. Þenn- an leik lét hann af taka og bannaði sterklega. Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra né kveða láta, en þó fékk hann því eigi af komið með öllu“. — Virðast því dansar hafa verið komnir til sögunnar á Islandi fyrir upphaf tólftu aldar. — Blóma- tími vikivakanna mun hafa verið snemma á sautjándu öld. Orðið viki- vaki kemur ekki fyrir í fornsögum. Guðbrandur Vigfússon taldi það hafa komizt inn á 15. öld, því að þar sem fyrst er talað um slíkar skemmtanir á íslandi í seinni tíð, eru þær nefndar öðrum nöfnum, vaka eða vökunótt. Síðasti gleði- leikurinn á Jörfa í Haukadal í Dalasýslu mun hafa verið haldinn á fyrsta áratug átjándu aldar, senni- lega 1706 eða 1707. — En telja má líklegast, að þessi gamla skemmtan, sem tíðkazt hafði á íslandi síðan á elleftu öld, hafi liðið algjörlega undir lok kringum 1800. Víða glatt á Hjalla Sjálfsagt hafa dansar verið iðkað- ir víðar um land í einhverri mynd en nú er kunnugt. Þó höfum við enn sagnir af gleðileikum og döns- um allvíða. Frægasta skemmtunin af þessu tagi er Jörfagleðin, sem haldin var á Jörfa í Haukadal vest- ur. Var henni við brugðið, og fara ýmsar sögur af svallinu, sem henni fylgdi, en að því verður komið síð- ar. — Fyrir miðja átjándu öld voru haldnir allfrægir dansleikir á Þing- eyrum, en lengst héldust vikivak- arnir á Vesturlandi á ýmsum stór- bæjum, iþó að aðeins séu óljósar sagnir um flestar þessar gleðir. Ingjaldshólsgleðin undir Jökli og Stapagleðin voru orðlagðar, en við Stapagleðina var kenndur dans og nefndur Stapadans. Ingjaldshóls- gleðin var bæði fræg og fjölsótt, og vitað er til þess, að unglingum var jafnvel kennt að dansa til að þeir gætu staðið sig þar betur. En þess- um gleðskap á Ingjaldshóli hnign- aði og lagðist að lokum af eftir að einhverjir alvarlegir atburðir gerð- ust þar, sumir segja, að tveir menn hafi fótbrotnað, aðrir, að bóndinn á bænum hafi andazt með sviplegum hætti nóttina eftir eina gleðina, og hafi þeim þá verið hætt. í þjóðsög- um Jóns Árnasonar er getið um aðra jólagleði undir Jökli. Á hún oftast að hafa verið haldin á Munaðarhóli. En sagan segir, að þar hafi einnig gerzt þeir atburðir, sem ekki urðu aftur teknir. Einu sinni sem oftar var þar haldin gleði. Var leikið og drukkið vel um kvöldið, en um nótt- ina drap Latínu-Bjarni Jónsson Teit Jónsson lögréttumann á Gríms- stöðum í Breiðuvík með göldrum, og er sagt, að síðan hafi ekki verið haldin jólagleði undir Jökli. Um miðja átjándu öld lítur út fyrir, að vikivakarnir hafi átt all- góðu gengi að fagna, því að þá er þeirra getið allvíða, einkum sunn- anlands. Þá höfum við sagnir af vikivökum í Skálholti, Efra-Seli í Hreppum, Eyvindarmúla í Fljóts- hlíð, Reykjavík, Flangastöðum á Garðskaga og Þingeyrum nyrða, eins og áður segir. — Á Hjalla í Ölfusi hafa vikivakar að líkindum átt sér stað fyrir átjándu öld. Hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.