Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 53

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 53
JÖRFAGLEÐI í DÖLUM 35 unar. Talið hefur verið, að sá hafi verið nefndur Hoffmann eða Hoff- inn, sem stýrði Jörfagleði, en Alfinn sá, sem gekk honum næstur. Senni- iega hefur þetta átt sér stað, þegar um hinn svokallaða Hoffinsleik var að ræða, en í Jörfagleði segja sumir, uð leiknir hafi verið ýmsir leikir, svo sem Þórhildarleikur og hindar- leikur. Og allir kannast við þetta gamal- kunna upphaf: „Hér er kominn Hoffinn“. ••Blómarósir blikna" „Margt er það, sem máninn sér núlli skýjaþykkna“. Áður var sagt, að Jörfagleðin hefði ekki beinlínis fengið orð fyrir hreinlífi. Þar voru Jrykkjur stórar, og fóru fram minni mörg. En: „Vel eru dætur vestanlands vaxnar til að stíga dans, stíga vikivaka . . .“ Við síðustu Jörfagleðina, sem haldin var, er sagt, að komið hafi undir nítján börn. Fylgdi það sög- unni, að ekki hefði alls staðar verið ^ægt um vik að feðra þessa anga. — Séra Einar Jónsson að Kirkjubæ hefur það eftir Jóni Sigurðssyni í Njarðvík, að þau hafi ekki verið 19, heldur 30, og sýnir þetta, hve jóla- gleðin á Jörfa hefur verið alræmd. Hins vegar er ekkert undur, þótt ftitján verði þrjátíu, þegar talan er ^úin að vera 150 ár á leiðinni vestan Ur Oölum og austur á land. Ekki er heldur kyn, þótt Magnús tephensen háyfirdómari tali um >>otilhlýðilega aukningu og marg- öldun mannkynsins" í „Eftirmæl- um 18. aldar“. Sýslumannaraunir Björn sýslumaður Jónsson „af- skipaði“ Jörfagleði í fyrra sinn 1695 vegna söguburðar um siðleysið. En hvorki var þeirri skipan hlýtt, né heldur batnaði siðferðið. Gleðin var haldið eftir sem áður, enda dó Björn sama árið, og hafði þá efnum hans hnignað mjög síðan hann dæmdi af gleðina. — Upp úr aldamótunum 1700 þótti gleðin á Jörfa ganga svo úr hófi, að sýslumaðu lét dóm ganga og bannaði hana. Var Jörfa- gleði aldrei haldin eftir það. Þá var sýslumaður í Dalasýslu Jón Magnússon, bróðir Árna pró- fessors, og hafði hann sýsluna í um- boði Páls Vídalíns, mágs síns. Segir sagan, að hann hafi sjálfur verið á gleðinni, en ekki er þess getið, að hann hafi gert sér þar neitt far um að halda góðum siðum. — Trú manna var sú, að Jóni Magn- ússyni hefði hefnzt fyrir að dæma gleðina af, því að eftir það dundu á honum hver ósköpin eftir önnur. Hann missti brátt sýslu fyrir tvö brot og var þá dæmdur til hýðingar, en konungur gaf honum upp húð- látið og rak hann úr Skálholts- þiskupsdæmi. Þá fór hann að búa á Ásgeirsá í Víðidal, en síðan á Sól- heimum í Sæmundarhlíð. Féll hann þá enn í freistni í kvennamálum og varð líflaus, en konungur gaf honum líf. Hann andaðist hálfátt- ræður 1783 og hafði þá lengi búið við fátækt og basl. En eins virðist sagan hafa gleymt að geta Jóni til málsbóta: Á því leikur lítill vafi, að þéssi frægi dómur hans stendur í sambandi við Stórubólu, sem hér gekk um þessar mundir. Og hvaða viðbrögð voru þá heiðarlegum valds- manni eðlilegri?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.