Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 54
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Álfahefndir
Ekki voru þó allir þeirrar trúar,
að Jóni hefði hefnzt fyrir að af-
jiema Jörfagleði.
Sagan segir, að þegar það var gert,
hafi búið þar kona, er Þórdís hét.
Sagt er, að henni hafi þótt svo mik-
ið fyrir því, að gleðin var numin af,
að hún hafi flutt af jörðinni. En
veturinn eftir bar svo við, að snjó-
flóð hljóp fram úr gili í Jörfahnúk,
en það hafði þá ekki gerzt áður,
svo að kunnugt væri. Þess vegna
voru allar ófarir Jóns sýslumanns
og snjóflóðið talið vottur um reiði
álfa og landvætta, sem áttu að hafa
tekið þátt í gleðinni. Og það sögðu
þeir, sem skyggnir voru, að ekki
hefðu færri ósýnilegir en sýnilegir
tekið í henni sinn þátt, og þeim var
svo kennt um alla óhamingjuna.
Önnur öldin
Gleðifólk gistir ekki lengur að
Jörfa. Tími vikivakanna er liðinn
með allri sinni jólagleði. Jörfagleði
tuttugustu aldarinnar ber annan
svip en skemmtanir horfinna kyn-
slóða.
En þegar dregur að jólum lát-
um við hugann reika í skammdeg-
inu. Það er seiður í orðinu Jörfa-
,gleði. Við það eru tengdir trega-
blandnir og glettnir örlagaþræðir,
sem ekki verða lengur raktir á rétt-
an hátt, af því að þeir, sem þeir
spunnust um, eru löngu horfnir
undir græna torfu. En forvitnin lifir
góðu lífi og kyndir undir ímyndun-
araflinu og hvað bezt, ef við vitum,
að gátan verður aldrei ráðin.
Séð yfir Þingvelli